Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2019 13:46 Borgin hefur leitað til þeirra Aronmola, Gveigu og Aldísar Bjarkar með það fyrir augum að koma Hverfið mitt á kortið. Þrír áhrifavaldar hafa verið ráðnir til þess af borgaryfirvöldum til að auglýsa sérstaklega verkefnið „hverfið mitt“. Borgin ver sjö milljónum í kynningu á verkefninu vorið 2019 og þar af fara 500 þúsund til áhrifavaldanna svokallaðra. En, þar er um að ræða fólk sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum svo sem Facebook, Twitter, Instagram, SnapChat og/eða YouTube.Aronmola, Gveiga og Aldís Björk Þeir áhrifavaldar sem borgin er með á sínum snærum eru Aronmola eða Aron Már Ólafsson, Gveiga eða Guðrún Veiga og Aldís Björk. Aronmola er á Instagram og hinar tvær eru bæði á Instagram og Snapchat. Þátttaka þeirra hófst við upphaf herferðarinnar og lýkur ekki fyrr en við lok herferðar. Hvernig þau bera sig að við það er erfitt að segja, því myndskeið á Instagram og Snapchat hverfa eftir að hafa verið 24 stundir í birtingu.Hafi þessi áhrifavaldur fengið þessa máltíð gefins gegn því að birta mynd af henni á samfélagsmiðlum eru allar líkur á því að hann þurfi að gefa hana upp til skatts.Getty/Westend61„Þetta er sem sagt fólk sem auglýsingastofan Hvíta húsið finnur og semur við og er hluti af auglýsingaherferðinni um hugmyndasöfnun í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt,“ segir Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að notkun á samfélagsmiðlum þar á meðal snapchat er vel ígrunduð aðferð til að ná til íbúa í hverfum borgarinnar og er stefnufest í upplýsingastefnu borgarinnar þar sem segir m.a. að borgin skuli nýta sér samfélagsmiðla. Bjarni bendir á að þetta megi sjá í 5. grein stefnunnar.Umdeildir áhrifavaldar Hinir svokölluðu áhrifavaldar hafa í gegnum tíðina verið umdeild fyrirbæri. Skattayfirvöld hafa haft auga með þeim og þá hefur Neytendastofa haft afskipti af áhrifavöldunum og bannað þeim að birta duldar auglýsingar. Enda stríðir það gegn lögum. Gera verður skýran greinarmun á auglýsingum og öðru efni. Þá hefur Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagt fram fyrirspurnir sem hann beinir til allra ráðuneyta landsins þar sem hann hefur óskað eftir upplýsingum um hversu miklu fé ráðuneytin og stofnanir á þeirra vegum verja til auglýsinga á samfélagsmiðlum. Hann veltir fyrir sér samfélagslegri ábyrgð; að opinberir aðilar beini auglýsingafé sínu í hinar alþjóðlegu veitur í stað þess að auglýsa í fjölmiðlum landsins sem berjast í bökkum, en starfa samkvæmt siðareglum blaðamanna. Hvort það í sjálfu sér sé hugsanlega til marks um firringu opinberra stofnana gagnvart stöðu sinni? Reykjavík Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Færist í aukana að áhrifavaldar biðji um vörur frítt: „Þetta er nánast orðið látlaust“ Dæmi eru fyrir því að vinsælir notendur samfélagsmiðlanna Snapchat og Instagram sjái sér leik á borði og reyni að kría út vörur frítt hjá fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að auglýsa á þeim vettvangi. Atvinnurekendur hafa fundið fyrir aukningu og hafa sumir hverjir hætt slíku samstarfi alfarið. 23. janúar 2018 11:00 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þrír áhrifavaldar hafa verið ráðnir til þess af borgaryfirvöldum til að auglýsa sérstaklega verkefnið „hverfið mitt“. Borgin ver sjö milljónum í kynningu á verkefninu vorið 2019 og þar af fara 500 þúsund til áhrifavaldanna svokallaðra. En, þar er um að ræða fólk sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum svo sem Facebook, Twitter, Instagram, SnapChat og/eða YouTube.Aronmola, Gveiga og Aldís Björk Þeir áhrifavaldar sem borgin er með á sínum snærum eru Aronmola eða Aron Már Ólafsson, Gveiga eða Guðrún Veiga og Aldís Björk. Aronmola er á Instagram og hinar tvær eru bæði á Instagram og Snapchat. Þátttaka þeirra hófst við upphaf herferðarinnar og lýkur ekki fyrr en við lok herferðar. Hvernig þau bera sig að við það er erfitt að segja, því myndskeið á Instagram og Snapchat hverfa eftir að hafa verið 24 stundir í birtingu.Hafi þessi áhrifavaldur fengið þessa máltíð gefins gegn því að birta mynd af henni á samfélagsmiðlum eru allar líkur á því að hann þurfi að gefa hana upp til skatts.Getty/Westend61„Þetta er sem sagt fólk sem auglýsingastofan Hvíta húsið finnur og semur við og er hluti af auglýsingaherferðinni um hugmyndasöfnun í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt,“ segir Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að notkun á samfélagsmiðlum þar á meðal snapchat er vel ígrunduð aðferð til að ná til íbúa í hverfum borgarinnar og er stefnufest í upplýsingastefnu borgarinnar þar sem segir m.a. að borgin skuli nýta sér samfélagsmiðla. Bjarni bendir á að þetta megi sjá í 5. grein stefnunnar.Umdeildir áhrifavaldar Hinir svokölluðu áhrifavaldar hafa í gegnum tíðina verið umdeild fyrirbæri. Skattayfirvöld hafa haft auga með þeim og þá hefur Neytendastofa haft afskipti af áhrifavöldunum og bannað þeim að birta duldar auglýsingar. Enda stríðir það gegn lögum. Gera verður skýran greinarmun á auglýsingum og öðru efni. Þá hefur Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagt fram fyrirspurnir sem hann beinir til allra ráðuneyta landsins þar sem hann hefur óskað eftir upplýsingum um hversu miklu fé ráðuneytin og stofnanir á þeirra vegum verja til auglýsinga á samfélagsmiðlum. Hann veltir fyrir sér samfélagslegri ábyrgð; að opinberir aðilar beini auglýsingafé sínu í hinar alþjóðlegu veitur í stað þess að auglýsa í fjölmiðlum landsins sem berjast í bökkum, en starfa samkvæmt siðareglum blaðamanna. Hvort það í sjálfu sér sé hugsanlega til marks um firringu opinberra stofnana gagnvart stöðu sinni?
Reykjavík Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Færist í aukana að áhrifavaldar biðji um vörur frítt: „Þetta er nánast orðið látlaust“ Dæmi eru fyrir því að vinsælir notendur samfélagsmiðlanna Snapchat og Instagram sjái sér leik á borði og reyni að kría út vörur frítt hjá fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að auglýsa á þeim vettvangi. Atvinnurekendur hafa fundið fyrir aukningu og hafa sumir hverjir hætt slíku samstarfi alfarið. 23. janúar 2018 11:00 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Færist í aukana að áhrifavaldar biðji um vörur frítt: „Þetta er nánast orðið látlaust“ Dæmi eru fyrir því að vinsælir notendur samfélagsmiðlanna Snapchat og Instagram sjái sér leik á borði og reyni að kría út vörur frítt hjá fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að auglýsa á þeim vettvangi. Atvinnurekendur hafa fundið fyrir aukningu og hafa sumir hverjir hætt slíku samstarfi alfarið. 23. janúar 2018 11:00
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36
Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00