Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 12:00 Hafi þessi áhrifavaldur fengið þessa máltíð gefins gegn því að birta mynd af henni á samfélagsmiðlum eru allar líkur á því að hann þurfi að gefa hana upp til skatts. Getty/Westend61 Þrátt fyrir að ýmis „skattaleg álitaefni“ vakni í starfsemi hinna svokölluðu áhrifavalda ættu þeir að hafa í huga þá meginreglu að allar tekjur séu skattskyldar, hvort sem þær eru í formi peninga eða annars konar verðmæta. Þegar áhrifavaldar fá t.a.m. greitt fyrir vinnu sína í vörum eða annarri þjónustu skulu þeir gefa hana upp til skatts.Þetta er meðal þess sem kemur fram í útlistun á vef ríkisskattstjóra, þar sem tekið hefur verið saman hvernig skattlagningu er háttað í starfsemi áhrifavalda. Þar segir til að mynda að almennt sé gengið út frá því að „áhrifavaldar séu þeir sem hafa stóran hóp fylgjenda og geta haft áhrif á kauphegðun þeirra með auglýsingum og umfjöllun um vöru eða þjónustu.“ Meira þurfi þó að koma til en stór fylgjendahópur þegar ákvarðað er hvaða skattareglur eigi við starfsemi áhrifavaldanna.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja „Meðal þess sem líta ber til er hvort áhrifavaldar teljist hafa atvinnurekstur með höndum og hvernig endurgjaldi fyrir þjónustu þeirra er háttað. Athuga þarf að þótt viðkomandi teljist ekki vera í atvinnurekstri þá eru tekjurnar almennt skattskyldar. Aðgreining þess hvort viðkomandi teljist vera í atvinnurekstri eða ekki ræður hins vegar úrslitum um það hvernig skattlagningu er háttað,“ segir á vef ríkisskattstjóra. Þrátt fyrir að endurgjald fyrir markaðssetningu á samfélagsmiðlum sé af ýmsum toga er þó meginreglan í þessum efnum einföld: Allar greiðslur; sama hvort þær eru í peningum, vörum eða öðrum hlunnindum, eru skattskyldar. Þannig þurfa áhrifavaldar sem fá greitt í peningum að telja fram upphæðina, hvort sem hennar er aflað í atvinnurekstri eða utan rekstrar. Það sama á við þegar greitt er fyrir vinnu þeirra með öðrum aðferðum. „Greiðslan er skattskyld og leggja ber markaðsverð/gangverð til grundvallar við ákvörðun tekjufjárhæðarinnar. Hér er átt við endurgjald í formi vöru eða þjónustu eða öðru formi s.s. hlunninda. Dæmi um hlunnindi eru m.a. afnot af bifreið eða húsnæði, ferðalög og hótelgisting.“ Í útlistun ríkisskattstjóra er þó tekið fram að ýmis „frávik og undanþágur frá meginreglunni“ eigi við í ákveðnum tilfellum. Nánari upplýsingar um frávikin, sem og aðrar reglur er lúta að skattlagningunni, má nálgast á vef ríkisskattstjóra. Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Tengdar fréttir Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. 5. október 2018 11:15 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Sjá meira
Þrátt fyrir að ýmis „skattaleg álitaefni“ vakni í starfsemi hinna svokölluðu áhrifavalda ættu þeir að hafa í huga þá meginreglu að allar tekjur séu skattskyldar, hvort sem þær eru í formi peninga eða annars konar verðmæta. Þegar áhrifavaldar fá t.a.m. greitt fyrir vinnu sína í vörum eða annarri þjónustu skulu þeir gefa hana upp til skatts.Þetta er meðal þess sem kemur fram í útlistun á vef ríkisskattstjóra, þar sem tekið hefur verið saman hvernig skattlagningu er háttað í starfsemi áhrifavalda. Þar segir til að mynda að almennt sé gengið út frá því að „áhrifavaldar séu þeir sem hafa stóran hóp fylgjenda og geta haft áhrif á kauphegðun þeirra með auglýsingum og umfjöllun um vöru eða þjónustu.“ Meira þurfi þó að koma til en stór fylgjendahópur þegar ákvarðað er hvaða skattareglur eigi við starfsemi áhrifavaldanna.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja „Meðal þess sem líta ber til er hvort áhrifavaldar teljist hafa atvinnurekstur með höndum og hvernig endurgjaldi fyrir þjónustu þeirra er háttað. Athuga þarf að þótt viðkomandi teljist ekki vera í atvinnurekstri þá eru tekjurnar almennt skattskyldar. Aðgreining þess hvort viðkomandi teljist vera í atvinnurekstri eða ekki ræður hins vegar úrslitum um það hvernig skattlagningu er háttað,“ segir á vef ríkisskattstjóra. Þrátt fyrir að endurgjald fyrir markaðssetningu á samfélagsmiðlum sé af ýmsum toga er þó meginreglan í þessum efnum einföld: Allar greiðslur; sama hvort þær eru í peningum, vörum eða öðrum hlunnindum, eru skattskyldar. Þannig þurfa áhrifavaldar sem fá greitt í peningum að telja fram upphæðina, hvort sem hennar er aflað í atvinnurekstri eða utan rekstrar. Það sama á við þegar greitt er fyrir vinnu þeirra með öðrum aðferðum. „Greiðslan er skattskyld og leggja ber markaðsverð/gangverð til grundvallar við ákvörðun tekjufjárhæðarinnar. Hér er átt við endurgjald í formi vöru eða þjónustu eða öðru formi s.s. hlunninda. Dæmi um hlunnindi eru m.a. afnot af bifreið eða húsnæði, ferðalög og hótelgisting.“ Í útlistun ríkisskattstjóra er þó tekið fram að ýmis „frávik og undanþágur frá meginreglunni“ eigi við í ákveðnum tilfellum. Nánari upplýsingar um frávikin, sem og aðrar reglur er lúta að skattlagningunni, má nálgast á vef ríkisskattstjóra.
Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Tengdar fréttir Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. 5. október 2018 11:15 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Sjá meira
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. 5. október 2018 11:15