Gott veður víðast hvar á landinu um helgina Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. júlí 2019 14:15 Fjöldi fólks mun leggja leið sína til Akureyrar um helgina þar sem fram fara N1 mótið og Pollamótið í fótbolta. vísir/vilhelm Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira