Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Ari Brynjólfsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. apríl 2019 08:00 Greint var frá því í gær að á mánudaginn hefði aðgerð á sjö mánaða stúlku verið frestað og var foreldrum stúlkunnar tjáð að ástæðan væri plássleysi á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/Vilhelm Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Greint var frá því í gær að á mánudaginn hefði aðgerð á sjö mánaða stúlku verið frestað og var foreldrum stúlkunnar tjáð að ástæðan væri plássleysi á gjörgæsludeild. Aðgerðinni var frestað til loka mánaðarins og hvatti starfsfólk foreldrana til að skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. Faðir stúlkunnar, Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, sagði við Fréttablaðið að ekki væri við starfsfólk Landspítalans að sakast: „En að þurfa að fresta þessu [aðgerðinni] aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ „Málið snýst ekki um pláss í sjálfu sér, það eru rúm til staðar, þetta snýst um mönnun. Ég myndi telja að við gætum auðveldlega tekið níu sjúklinga til viðbótar á gjörgæsluna en við erum bara með opið fyrir sjö vegna mönnunar,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Er þá aðallega um að ræða skort á hjúkrunarfræðingum. „Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að gera fleiri aðgerðir.“ Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víðtæk áhrif á starfsemi Landspítala. Þó svo að fresta hafi þurft aðgerðum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á gjörgæslu, þá er birtingarmynd þessa vanda alvarlegust á bráðamóttöku. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ ítrekaði hjúkrunarráð Landspítala á dögunum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. 17. apríl 2019 06:45 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Greint var frá því í gær að á mánudaginn hefði aðgerð á sjö mánaða stúlku verið frestað og var foreldrum stúlkunnar tjáð að ástæðan væri plássleysi á gjörgæsludeild. Aðgerðinni var frestað til loka mánaðarins og hvatti starfsfólk foreldrana til að skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. Faðir stúlkunnar, Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, sagði við Fréttablaðið að ekki væri við starfsfólk Landspítalans að sakast: „En að þurfa að fresta þessu [aðgerðinni] aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ „Málið snýst ekki um pláss í sjálfu sér, það eru rúm til staðar, þetta snýst um mönnun. Ég myndi telja að við gætum auðveldlega tekið níu sjúklinga til viðbótar á gjörgæsluna en við erum bara með opið fyrir sjö vegna mönnunar,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Er þá aðallega um að ræða skort á hjúkrunarfræðingum. „Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að gera fleiri aðgerðir.“ Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víðtæk áhrif á starfsemi Landspítala. Þó svo að fresta hafi þurft aðgerðum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á gjörgæslu, þá er birtingarmynd þessa vanda alvarlegust á bráðamóttöku. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ ítrekaði hjúkrunarráð Landspítala á dögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. 17. apríl 2019 06:45 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. 17. apríl 2019 06:45