Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Ari Brynjólfsson skrifar 17. apríl 2019 06:45 Sóllilja Ásgeirsdóttir er sjö mánaða gömul. Mynd/Ásgeir Yngvi ásgeirsson Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira