Líneik Anna: Verkefnið að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:15 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokkur, segir það vera verkefni þings að tryggja öllum byggðum landsins tækifæri til þróunar. Þetta sagði Líneik Anna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld þar sem hún fór meðal annars yfir nýtingu á landinu, eignarhald á jörðum og nauðsyn þess að rækta samstarf við bændur. Hún sagði áskorunina vera að flétta saman sem flest markmið uppbyggingar, verndar og sjálfbærrar nýtingar - við landnotkun, landgræðslu, skógrækt og landvörslu. Samvinna skili samfélagslegum ávinningi langt umfram það sem gerist ef hver vinnur í sínu horni.Samfélagsleg verðmæti Þingmaðurinn spurði svo í ræðu sinni hvort allir geti ekki verið sammála um að samfélagsleg verðmæti felist í byggð um land allt. „Verkefni okkar hér er að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar. Það gerum við meðal annars með skýrri sýn á uppbyggingu samgangna, fjarskipta og dreifikerfis raforku. Í vetur höfum við, undir dyggri forystu hæstvirts samgöngu og sveitarstjórnarráðaherra Sigurðar Inga Jóhannssonar afgreitt samgönguáætlun sem boðar stórsókn í samgöngumálum og þá er að ljúka vinnu við fjarskiptastefnu þar sem markmiðið er að Ísland verði áfram í fremstu röð með trausta og örugga fjarkskiptainnviði. Í samfélagi þar sem þjónusta er samþjöppuð á litlu svæði þarf að tryggja grunninnviði en líka jafnan flutningskostnað innanlands. Kostnaður við flutning - á raforku, -flutning á fólki, - við gagnaflutning um ljósleiðara, - eða vöruflutninga til og frá markaði má ekki vera hindrun fyrir samkeppnihæfni byggðarlaga. Dæmi um lausnir á þessum vanda sem eru á dagskrá er eitt dreifikerfi raforku og sama verð til allra fyrir dreifingu orkunnar - og skoska leiðin í fluginu,“ sagði Líneik Anna. Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokkur, segir það vera verkefni þings að tryggja öllum byggðum landsins tækifæri til þróunar. Þetta sagði Líneik Anna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld þar sem hún fór meðal annars yfir nýtingu á landinu, eignarhald á jörðum og nauðsyn þess að rækta samstarf við bændur. Hún sagði áskorunina vera að flétta saman sem flest markmið uppbyggingar, verndar og sjálfbærrar nýtingar - við landnotkun, landgræðslu, skógrækt og landvörslu. Samvinna skili samfélagslegum ávinningi langt umfram það sem gerist ef hver vinnur í sínu horni.Samfélagsleg verðmæti Þingmaðurinn spurði svo í ræðu sinni hvort allir geti ekki verið sammála um að samfélagsleg verðmæti felist í byggð um land allt. „Verkefni okkar hér er að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar. Það gerum við meðal annars með skýrri sýn á uppbyggingu samgangna, fjarskipta og dreifikerfis raforku. Í vetur höfum við, undir dyggri forystu hæstvirts samgöngu og sveitarstjórnarráðaherra Sigurðar Inga Jóhannssonar afgreitt samgönguáætlun sem boðar stórsókn í samgöngumálum og þá er að ljúka vinnu við fjarskiptastefnu þar sem markmiðið er að Ísland verði áfram í fremstu röð með trausta og örugga fjarkskiptainnviði. Í samfélagi þar sem þjónusta er samþjöppuð á litlu svæði þarf að tryggja grunninnviði en líka jafnan flutningskostnað innanlands. Kostnaður við flutning - á raforku, -flutning á fólki, - við gagnaflutning um ljósleiðara, - eða vöruflutninga til og frá markaði má ekki vera hindrun fyrir samkeppnihæfni byggðarlaga. Dæmi um lausnir á þessum vanda sem eru á dagskrá er eitt dreifikerfi raforku og sama verð til allra fyrir dreifingu orkunnar - og skoska leiðin í fluginu,“ sagði Líneik Anna.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira