Neymar sakaður um nauðgun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júní 2019 09:15 Neymar spilar með frönsku meisturunum í PSG vísir/getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í París. Neymar er á mála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain. Samkvæmt frétt BBC var kæran lögð fram til lögreglunnar í brasilísku borginni Sao Paulo en atvikið á þó að hafa átt sér stað í frönsku höfuðborginni. Neymar neitar ásökununum harðlega og talsmenn hans sendu frá sér tilkynningu þess efnis. Samkvæmt gögnum lögreglu þá kynntist konan Neymar í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og hann stakk upp á því að þau myndu hittast í París. Hann keypti flugmiða handa henni frá Brasilíu til Frakklands og bókaði herbergi á hóteli í París. Þegar Neymar kom á hótelherbergið var hann greinilega drukkinn samkvæmt frásögn konunnar, en atvikið á að hafa átt sér stað um miðjan maímánuð. „Eftir spjall og faðmlög varð Neymar ágengur og með ofbeldi þvingaði kynmök gegn vilja fórnarlambsins,“ segir í lögregluskýrslunni. Konan snéri aftur til Brasilíu án þess að kæra atvikið til franskra lögregluyfirvalda þar sem hún var í tilfinningalegu uppnámi og hrædd við að tilkynna atvikið til lögreglu í ókunnugu landi. Neymar neitar ásökununum og faðir hans, Neymar dos Santos, sagði við brasilísku sjónvarpsstöðina Band TV að það væri klárt að þetta hafi verið gildra. Ef til þess komi þá séu þau tilbúin til þess að gera samskipti Neymar við konuna á WhatsApp opinber. Neymar er um þessar mundir með brasilíska landsliðinu að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina í fótbolta. Brasilía Fótbolti Frakkland Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í París. Neymar er á mála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain. Samkvæmt frétt BBC var kæran lögð fram til lögreglunnar í brasilísku borginni Sao Paulo en atvikið á þó að hafa átt sér stað í frönsku höfuðborginni. Neymar neitar ásökununum harðlega og talsmenn hans sendu frá sér tilkynningu þess efnis. Samkvæmt gögnum lögreglu þá kynntist konan Neymar í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og hann stakk upp á því að þau myndu hittast í París. Hann keypti flugmiða handa henni frá Brasilíu til Frakklands og bókaði herbergi á hóteli í París. Þegar Neymar kom á hótelherbergið var hann greinilega drukkinn samkvæmt frásögn konunnar, en atvikið á að hafa átt sér stað um miðjan maímánuð. „Eftir spjall og faðmlög varð Neymar ágengur og með ofbeldi þvingaði kynmök gegn vilja fórnarlambsins,“ segir í lögregluskýrslunni. Konan snéri aftur til Brasilíu án þess að kæra atvikið til franskra lögregluyfirvalda þar sem hún var í tilfinningalegu uppnámi og hrædd við að tilkynna atvikið til lögreglu í ókunnugu landi. Neymar neitar ásökununum og faðir hans, Neymar dos Santos, sagði við brasilísku sjónvarpsstöðina Band TV að það væri klárt að þetta hafi verið gildra. Ef til þess komi þá séu þau tilbúin til þess að gera samskipti Neymar við konuna á WhatsApp opinber. Neymar er um þessar mundir með brasilíska landsliðinu að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina í fótbolta.
Brasilía Fótbolti Frakkland Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira