Thomas Lemar, miðjumaður Atletico Madrid, skoraði fyrsta mark leiksins strax á fimmtu mínútu og síðara markið skoraði Antoine Griezmann á 53. mínútu.
Frakkarnir styrktu upp sterku liði en voru þó með fastamenn einnig á bekknum; eins og Oliver Giroud og N'Golo Kante. Hugo Lloris var svo ekki í leikmannahópnum en hann er ekki kominn til móts við hópinn.
Our starting XI, hot off the presses! #FRABOL#FiersdetreBleuspic.twitter.com/L3QXL6mYUm
— French Team ⭐⭐ (@FrenchTeam) June 2, 2019
Frakkar eru í riðli með okkur Íslendingum fyrir undankeppni EM 2020 en þeir spila við Tyrkland á laugardaginn áður en þeir spila svo við Andorra þriðjudaginn 11. júní.