Indverjar að reyna að gera Víkingaklappið að sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 12:00 Indverjar fagna marki í leiknum. Vísir/Getty Indverjar eiga kannski ekki mikið sameiginlegt með okkur Íslendingum en í fótboltanum eru landsliðsmenn Indlands samt farnir að fagna sigri eins og strákarnir okkar. Indland vann flottan 4-1 sigur á Tælandi í fyrsta leik sínum í Asíubikarnum í gær eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Asíubikarinn fer að þessu sinni fram í Sameinuðu arabíska furstadæmunum. Indverjar skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og byrja Asíubikarinn mjög vel. Þeir eiga síðan eftir að mæta Barein og heimamönnum í Sameinuðu arabíska furstadæmunum. Tvö efstu liðin komast áfram sextán liða úrslitin. Sunil Chhetri, fyrirliði indverska liðsins, fór fyrir fagnaðarlátunum í leikslok og tók að sér heimsfrægt hlutverk Arons Einars Gunnarssonar eins og sjá má hér fyrir neðan.Nothing beats postmatch celebrations with the fans! #AsianCup2019pic.twitter.com/JFbAxuHKTS — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 6, 2019Sunil Chhetri skoraði tvö marka Indlands í leiknum en hin mörkin skoruðu þeir Anirudh Thapa og Jeje Lalpekhlua. Allir leikmenn indverska landsliðsins spila í heimalandinu. Íslenska landsliðið á náttúrulega engan einkarétt á Víkingaklappinu sem hefur farið sigurför um heiminn eftir að íslensku strákarnir gerðu það heimsfrægt með frábærum árangri sínum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016.The Indians are having a party #AsianCup2019pic.twitter.com/0e0EZZrwgm — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 6, 2019 Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Indverjar eiga kannski ekki mikið sameiginlegt með okkur Íslendingum en í fótboltanum eru landsliðsmenn Indlands samt farnir að fagna sigri eins og strákarnir okkar. Indland vann flottan 4-1 sigur á Tælandi í fyrsta leik sínum í Asíubikarnum í gær eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Asíubikarinn fer að þessu sinni fram í Sameinuðu arabíska furstadæmunum. Indverjar skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og byrja Asíubikarinn mjög vel. Þeir eiga síðan eftir að mæta Barein og heimamönnum í Sameinuðu arabíska furstadæmunum. Tvö efstu liðin komast áfram sextán liða úrslitin. Sunil Chhetri, fyrirliði indverska liðsins, fór fyrir fagnaðarlátunum í leikslok og tók að sér heimsfrægt hlutverk Arons Einars Gunnarssonar eins og sjá má hér fyrir neðan.Nothing beats postmatch celebrations with the fans! #AsianCup2019pic.twitter.com/JFbAxuHKTS — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 6, 2019Sunil Chhetri skoraði tvö marka Indlands í leiknum en hin mörkin skoruðu þeir Anirudh Thapa og Jeje Lalpekhlua. Allir leikmenn indverska landsliðsins spila í heimalandinu. Íslenska landsliðið á náttúrulega engan einkarétt á Víkingaklappinu sem hefur farið sigurför um heiminn eftir að íslensku strákarnir gerðu það heimsfrægt með frábærum árangri sínum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016.The Indians are having a party #AsianCup2019pic.twitter.com/0e0EZZrwgm — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 6, 2019
Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira