Búist við miklum umferðartöfum vegna komu varaforsetans Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 17:40 Heimsókn Mike Pence mun hafa mikil áhrif á umferð í höfuðborginni á morgun, sérstaklega í kringum Höfða. Vísir/Vilhelm Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37
Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47
Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07
Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23
Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47