Innlent

Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn.
Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. Smári McCarthy
Fáheyrður öryggisviðbúnaður er vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, en þannig var stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og tveimur sjúkraþyrlum í eigu bandaríska hersins flogið hingað til lands í síðustu viku.Sjá nánar: Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu PenceSmára McCarthy, formanni Pírata, leist ekki á blikuna eftir að hann virti fyrir sér herþoturnar á Keflavíkurflugvelli í morgun.Á Facebooksíðu sinni sagðist hann telja að Bandaríkin væru með þessu að sýna fram á hernaðarmátt sinn. Hann tryði ekki öðru en að á næstu mánuðum kæmi beiðni frá Bandaríkjunum um aukna hervæðingu á Íslandi.„Það segir eitthvað, að þessi varaforseti geti ekki komið til Íslands án herfylgdar, nema hvað hann heimsækir reglulega lönd án svona vígbúnaðar. Í nýlegri heimsókn til Írlands fylgdi honum einn Globemaster og tveir Blackhawk. Nú eru þrír C130 og þrír Ospreyar til viðbótar,“ skrifar Smári.Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann varaði við þróuninni og sagði að Íslendingar mættu ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.