Lífið

Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðlaugur Þór í skeggsnyrtingu.
Guðlaugur Þór í skeggsnyrtingu. Facebook
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði sér lítið fyrir og skellti sér í skeggsnyrtingu á hárgreiðslustofunni Slippnum í morgun. Gerir hann þetta í aðdraganda fundar hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hér á landi á morgun.

Hefur Guðlaugur Þór skartað þessu skeggi um nokkurt skeið en í síðustu viku mátti sjá þó nokkra á samfélagsmiðlum setja út á skeggvöxt hans. Var það sérstaklega gert eftir að hann hafði mætt í Kastljós þar sem hann ræddi þriðja orkupakkann við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins.

Guðlaugur Þór nýrakaður og fínn.Facebook
Guðlaugur Þór deildi myndum af skeggsnyrtingunni á Facebook en þar sagði hann skeggið hafa fengið dræmar undirtektir. „Svo ekki sé nú meira sagt,“ ritar Guðlaugur og bætir við:

„Ég lét því undan þrýstingnum og gafst upp.“

 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.