Mourinho: Ég varð ástfanginn af Salah en hann týndist í Lundúnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. janúar 2019 07:00 Mohamed Salah í búningi Chelsea vísir/getty Jose Mourinho segist hafa orðið ástfanginn af Mohamed Salah áður en hann keypti egypska framherjann til Chelsea. Salah hafi hins vegar orðið að týndu barni í Lundúnum. Salah kom til Chelsea frá Basel í janúar 2014 og kom við sögu í 19 leikjum áður en hann var sendur á lán til Fiorentina í febrúar 2015. Hann var síðan seldur til Roma í ágúst 2016. Liverpool keypti framherjann sumarið 2017 og það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu hans síðan þá. Margir hafa sett Salah á lista yfir þá leikmenn sem féllu ekki í náðina hjá Jose Mourinho en slógu svo í gegn. Mourinho sjálfur segist þó hafa verið maðurinn sem kom Salah á kortið og gaf honum stóra tækifærið. „Mikið hefur verið sagt sem er ekki satt. Fólk reynir að segja að ég sé stjórinn sem seldi Salah en ég er stjórinn sem keypti Salah,“ sagði Mourinho við sjónvarpsstöðina beIN Sports þar sem hann er sérfræðingur. „Við mættum Basel í Meistaradeildinni og þá var Salah krakki þar. Þegar ég mæti liði þá skoða ég það í langan tíma og ég varð ástfangin af þessum krakka.“Mourinho á hliðarlínunni á Stamford Bridge, Salah er á varamannabekknum lengst til hægrivísir/getty„Ég keypti krakkann, ýtti á félagið að kaupa hann þegar við vorum nú þegar með frábæra sóknarmenn eins og Eden Hazard og Willian.“ Portúgalinn sagði framherjann hins vegar hafa orðið óánægðan með hversu lítinn spilatíma hann fékk og sú óánægja hafi orðið til þess að hann fór til Ítalíu. „Hann var týndur krakki í Lundúnum, týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða heldur bara spila.“ „Þess vegna sendum við hann á lán til Ítalíu. Svo var það félagið sem ákvað að selja hann, ekki ég.“"Lots of things have been told that are not true!" Mourinho rubbishes media reports that he sold Mo Salah when at Chelsea.#beINMourinho#beINAFC#AsianCup2019pic.twitter.com/8DsrPadA8U — beIN SPORTS (@beINSPORTS) January 17, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Jose Mourinho segist hafa orðið ástfanginn af Mohamed Salah áður en hann keypti egypska framherjann til Chelsea. Salah hafi hins vegar orðið að týndu barni í Lundúnum. Salah kom til Chelsea frá Basel í janúar 2014 og kom við sögu í 19 leikjum áður en hann var sendur á lán til Fiorentina í febrúar 2015. Hann var síðan seldur til Roma í ágúst 2016. Liverpool keypti framherjann sumarið 2017 og það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu hans síðan þá. Margir hafa sett Salah á lista yfir þá leikmenn sem féllu ekki í náðina hjá Jose Mourinho en slógu svo í gegn. Mourinho sjálfur segist þó hafa verið maðurinn sem kom Salah á kortið og gaf honum stóra tækifærið. „Mikið hefur verið sagt sem er ekki satt. Fólk reynir að segja að ég sé stjórinn sem seldi Salah en ég er stjórinn sem keypti Salah,“ sagði Mourinho við sjónvarpsstöðina beIN Sports þar sem hann er sérfræðingur. „Við mættum Basel í Meistaradeildinni og þá var Salah krakki þar. Þegar ég mæti liði þá skoða ég það í langan tíma og ég varð ástfangin af þessum krakka.“Mourinho á hliðarlínunni á Stamford Bridge, Salah er á varamannabekknum lengst til hægrivísir/getty„Ég keypti krakkann, ýtti á félagið að kaupa hann þegar við vorum nú þegar með frábæra sóknarmenn eins og Eden Hazard og Willian.“ Portúgalinn sagði framherjann hins vegar hafa orðið óánægðan með hversu lítinn spilatíma hann fékk og sú óánægja hafi orðið til þess að hann fór til Ítalíu. „Hann var týndur krakki í Lundúnum, týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða heldur bara spila.“ „Þess vegna sendum við hann á lán til Ítalíu. Svo var það félagið sem ákvað að selja hann, ekki ég.“"Lots of things have been told that are not true!" Mourinho rubbishes media reports that he sold Mo Salah when at Chelsea.#beINMourinho#beINAFC#AsianCup2019pic.twitter.com/8DsrPadA8U — beIN SPORTS (@beINSPORTS) January 17, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30