Mourinho: Ég varð ástfanginn af Salah en hann týndist í Lundúnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. janúar 2019 07:00 Mohamed Salah í búningi Chelsea vísir/getty Jose Mourinho segist hafa orðið ástfanginn af Mohamed Salah áður en hann keypti egypska framherjann til Chelsea. Salah hafi hins vegar orðið að týndu barni í Lundúnum. Salah kom til Chelsea frá Basel í janúar 2014 og kom við sögu í 19 leikjum áður en hann var sendur á lán til Fiorentina í febrúar 2015. Hann var síðan seldur til Roma í ágúst 2016. Liverpool keypti framherjann sumarið 2017 og það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu hans síðan þá. Margir hafa sett Salah á lista yfir þá leikmenn sem féllu ekki í náðina hjá Jose Mourinho en slógu svo í gegn. Mourinho sjálfur segist þó hafa verið maðurinn sem kom Salah á kortið og gaf honum stóra tækifærið. „Mikið hefur verið sagt sem er ekki satt. Fólk reynir að segja að ég sé stjórinn sem seldi Salah en ég er stjórinn sem keypti Salah,“ sagði Mourinho við sjónvarpsstöðina beIN Sports þar sem hann er sérfræðingur. „Við mættum Basel í Meistaradeildinni og þá var Salah krakki þar. Þegar ég mæti liði þá skoða ég það í langan tíma og ég varð ástfangin af þessum krakka.“Mourinho á hliðarlínunni á Stamford Bridge, Salah er á varamannabekknum lengst til hægrivísir/getty„Ég keypti krakkann, ýtti á félagið að kaupa hann þegar við vorum nú þegar með frábæra sóknarmenn eins og Eden Hazard og Willian.“ Portúgalinn sagði framherjann hins vegar hafa orðið óánægðan með hversu lítinn spilatíma hann fékk og sú óánægja hafi orðið til þess að hann fór til Ítalíu. „Hann var týndur krakki í Lundúnum, týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða heldur bara spila.“ „Þess vegna sendum við hann á lán til Ítalíu. Svo var það félagið sem ákvað að selja hann, ekki ég.“"Lots of things have been told that are not true!" Mourinho rubbishes media reports that he sold Mo Salah when at Chelsea.#beINMourinho#beINAFC#AsianCup2019pic.twitter.com/8DsrPadA8U — beIN SPORTS (@beINSPORTS) January 17, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Jose Mourinho segist hafa orðið ástfanginn af Mohamed Salah áður en hann keypti egypska framherjann til Chelsea. Salah hafi hins vegar orðið að týndu barni í Lundúnum. Salah kom til Chelsea frá Basel í janúar 2014 og kom við sögu í 19 leikjum áður en hann var sendur á lán til Fiorentina í febrúar 2015. Hann var síðan seldur til Roma í ágúst 2016. Liverpool keypti framherjann sumarið 2017 og það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu hans síðan þá. Margir hafa sett Salah á lista yfir þá leikmenn sem féllu ekki í náðina hjá Jose Mourinho en slógu svo í gegn. Mourinho sjálfur segist þó hafa verið maðurinn sem kom Salah á kortið og gaf honum stóra tækifærið. „Mikið hefur verið sagt sem er ekki satt. Fólk reynir að segja að ég sé stjórinn sem seldi Salah en ég er stjórinn sem keypti Salah,“ sagði Mourinho við sjónvarpsstöðina beIN Sports þar sem hann er sérfræðingur. „Við mættum Basel í Meistaradeildinni og þá var Salah krakki þar. Þegar ég mæti liði þá skoða ég það í langan tíma og ég varð ástfangin af þessum krakka.“Mourinho á hliðarlínunni á Stamford Bridge, Salah er á varamannabekknum lengst til hægrivísir/getty„Ég keypti krakkann, ýtti á félagið að kaupa hann þegar við vorum nú þegar með frábæra sóknarmenn eins og Eden Hazard og Willian.“ Portúgalinn sagði framherjann hins vegar hafa orðið óánægðan með hversu lítinn spilatíma hann fékk og sú óánægja hafi orðið til þess að hann fór til Ítalíu. „Hann var týndur krakki í Lundúnum, týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða heldur bara spila.“ „Þess vegna sendum við hann á lán til Ítalíu. Svo var það félagið sem ákvað að selja hann, ekki ég.“"Lots of things have been told that are not true!" Mourinho rubbishes media reports that he sold Mo Salah when at Chelsea.#beINMourinho#beINAFC#AsianCup2019pic.twitter.com/8DsrPadA8U — beIN SPORTS (@beINSPORTS) January 17, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30