Mourinho: Ég varð ástfanginn af Salah en hann týndist í Lundúnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. janúar 2019 07:00 Mohamed Salah í búningi Chelsea vísir/getty Jose Mourinho segist hafa orðið ástfanginn af Mohamed Salah áður en hann keypti egypska framherjann til Chelsea. Salah hafi hins vegar orðið að týndu barni í Lundúnum. Salah kom til Chelsea frá Basel í janúar 2014 og kom við sögu í 19 leikjum áður en hann var sendur á lán til Fiorentina í febrúar 2015. Hann var síðan seldur til Roma í ágúst 2016. Liverpool keypti framherjann sumarið 2017 og það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu hans síðan þá. Margir hafa sett Salah á lista yfir þá leikmenn sem féllu ekki í náðina hjá Jose Mourinho en slógu svo í gegn. Mourinho sjálfur segist þó hafa verið maðurinn sem kom Salah á kortið og gaf honum stóra tækifærið. „Mikið hefur verið sagt sem er ekki satt. Fólk reynir að segja að ég sé stjórinn sem seldi Salah en ég er stjórinn sem keypti Salah,“ sagði Mourinho við sjónvarpsstöðina beIN Sports þar sem hann er sérfræðingur. „Við mættum Basel í Meistaradeildinni og þá var Salah krakki þar. Þegar ég mæti liði þá skoða ég það í langan tíma og ég varð ástfangin af þessum krakka.“Mourinho á hliðarlínunni á Stamford Bridge, Salah er á varamannabekknum lengst til hægrivísir/getty„Ég keypti krakkann, ýtti á félagið að kaupa hann þegar við vorum nú þegar með frábæra sóknarmenn eins og Eden Hazard og Willian.“ Portúgalinn sagði framherjann hins vegar hafa orðið óánægðan með hversu lítinn spilatíma hann fékk og sú óánægja hafi orðið til þess að hann fór til Ítalíu. „Hann var týndur krakki í Lundúnum, týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða heldur bara spila.“ „Þess vegna sendum við hann á lán til Ítalíu. Svo var það félagið sem ákvað að selja hann, ekki ég.“"Lots of things have been told that are not true!" Mourinho rubbishes media reports that he sold Mo Salah when at Chelsea.#beINMourinho#beINAFC#AsianCup2019pic.twitter.com/8DsrPadA8U — beIN SPORTS (@beINSPORTS) January 17, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Jose Mourinho segist hafa orðið ástfanginn af Mohamed Salah áður en hann keypti egypska framherjann til Chelsea. Salah hafi hins vegar orðið að týndu barni í Lundúnum. Salah kom til Chelsea frá Basel í janúar 2014 og kom við sögu í 19 leikjum áður en hann var sendur á lán til Fiorentina í febrúar 2015. Hann var síðan seldur til Roma í ágúst 2016. Liverpool keypti framherjann sumarið 2017 og það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu hans síðan þá. Margir hafa sett Salah á lista yfir þá leikmenn sem féllu ekki í náðina hjá Jose Mourinho en slógu svo í gegn. Mourinho sjálfur segist þó hafa verið maðurinn sem kom Salah á kortið og gaf honum stóra tækifærið. „Mikið hefur verið sagt sem er ekki satt. Fólk reynir að segja að ég sé stjórinn sem seldi Salah en ég er stjórinn sem keypti Salah,“ sagði Mourinho við sjónvarpsstöðina beIN Sports þar sem hann er sérfræðingur. „Við mættum Basel í Meistaradeildinni og þá var Salah krakki þar. Þegar ég mæti liði þá skoða ég það í langan tíma og ég varð ástfangin af þessum krakka.“Mourinho á hliðarlínunni á Stamford Bridge, Salah er á varamannabekknum lengst til hægrivísir/getty„Ég keypti krakkann, ýtti á félagið að kaupa hann þegar við vorum nú þegar með frábæra sóknarmenn eins og Eden Hazard og Willian.“ Portúgalinn sagði framherjann hins vegar hafa orðið óánægðan með hversu lítinn spilatíma hann fékk og sú óánægja hafi orðið til þess að hann fór til Ítalíu. „Hann var týndur krakki í Lundúnum, týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða heldur bara spila.“ „Þess vegna sendum við hann á lán til Ítalíu. Svo var það félagið sem ákvað að selja hann, ekki ég.“"Lots of things have been told that are not true!" Mourinho rubbishes media reports that he sold Mo Salah when at Chelsea.#beINMourinho#beINAFC#AsianCup2019pic.twitter.com/8DsrPadA8U — beIN SPORTS (@beINSPORTS) January 17, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30