Lazio kom til baka gegn Atalanta og náði í jafntefli í mikilvægum leik í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni.
Gestirnir frá Atalanta komust yfir eftir 23 mínútur með marki Luis Muriel og eftir fimm mínútur bætti hann öðru marki við.
Alejandro Gomez skoraði þriðja mark Atalanta á 37. mínútu og voru gestirnir í þægilegri stöðu í hálfleik.
Á 69. mínútu skoraði Ciro Immobile fyrir heimamenn í Lazio úr vítaspyrnu eftir að Jose Palomino var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Aðeins mínútu síðar kom annað mark Lazio, Joaquin Correa skoraði eftir fyrirgjöf Immobile.
Í uppbótartíma fékk Lazio svo fullkomið tækifæri til þess að jafna leikinn þegar vítaspyrna var dæmd á Atalanta. Immobile fór aftur á punktinn og skoraði aftur.
Lokatölur urðu 3-3 í fjörugum leik.
Atalanta er nú með 17 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Juventus á toppnum. Lazio er í 6. sæti með 12 stig.
Lazio bjargaði stigi á heimavelli
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti


Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn