Íslendingurinn Heung-min Sonensson Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 12:00 Heung-min Son skorar og skorar. vísir/getty Tottenham er sama og komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur á Dortmund sem situr í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Það kom kannski fáum á óvart að Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min skoraði fyrsta mark Tottenham en hann er búinn að vera einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og gjörsamlega haldið Spurs á floti í fjarveru lykilmanna. Stuðullinn á að Son myndi skora í gærkvöldi var líklega ekki hár því ef það er eitthvað sem hann elskar að gera er það að skora á móti Dortmund. Hann spilar varla á móti þeim gulu án þess að setja mark. Son spilaði fyrir Hamburg og Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni og er, eftir leikinn í gærkvöldi, búinn að skora níu mörk í ellefu leikjum á móti Dortmund og vinna sjö af þeim. Væntanlega ekki ofarlega á jólakortalista stuðningsmanna Dortmund.Son loves playing against Dortmund pic.twitter.com/tQxWpJqA99— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Meistaradeildin er sýnd á BT Sport á Englandi og voru þeir sem stýra Twitter-síðu fótboltahluta BT Sport í miklu stuði á meðan á leik stóð í gærkvöldi og vel eftir leik. Son er auðvitað aðalmaðurinn hjá Tottenham núna og kom eitt skemmtilegt tíst eftir að Son var búinn að skora markið þar sem nafn hans var sett inn í allskonar hefðbundin nöfn frá öðrum löndum. Uppslátturinn var: Besti leikmaðurinn frá hverju landi, en alls staðar kom Son við sögu. Besti leikmaður Englands var Son Smith, Portúgalinn var Sonaldo, Hollendingurinn Van der Son og sá íslenski Heung-min Sonesson.The best player from each country: Heung-min Son Son Smith Sonaldo Sonaldinho van der Son McSon O'Son Soniellsi Heung-min Sonensson pic.twitter.com/EoA1SGb3o8— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Sigurinn var sögulegur fyrir Tottenham því liðið hafði aldrei áður unnið leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á heimavelli. Það hafði spilað þrjá leiki á heimavelli við AC Milan, Real Madrid og Juventus en tókst nú loks að vinna. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00 Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Tottenham er sama og komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur á Dortmund sem situr í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Það kom kannski fáum á óvart að Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min skoraði fyrsta mark Tottenham en hann er búinn að vera einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og gjörsamlega haldið Spurs á floti í fjarveru lykilmanna. Stuðullinn á að Son myndi skora í gærkvöldi var líklega ekki hár því ef það er eitthvað sem hann elskar að gera er það að skora á móti Dortmund. Hann spilar varla á móti þeim gulu án þess að setja mark. Son spilaði fyrir Hamburg og Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni og er, eftir leikinn í gærkvöldi, búinn að skora níu mörk í ellefu leikjum á móti Dortmund og vinna sjö af þeim. Væntanlega ekki ofarlega á jólakortalista stuðningsmanna Dortmund.Son loves playing against Dortmund pic.twitter.com/tQxWpJqA99— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Meistaradeildin er sýnd á BT Sport á Englandi og voru þeir sem stýra Twitter-síðu fótboltahluta BT Sport í miklu stuði á meðan á leik stóð í gærkvöldi og vel eftir leik. Son er auðvitað aðalmaðurinn hjá Tottenham núna og kom eitt skemmtilegt tíst eftir að Son var búinn að skora markið þar sem nafn hans var sett inn í allskonar hefðbundin nöfn frá öðrum löndum. Uppslátturinn var: Besti leikmaðurinn frá hverju landi, en alls staðar kom Son við sögu. Besti leikmaður Englands var Son Smith, Portúgalinn var Sonaldo, Hollendingurinn Van der Son og sá íslenski Heung-min Sonesson.The best player from each country: Heung-min Son Son Smith Sonaldo Sonaldinho van der Son McSon O'Son Soniellsi Heung-min Sonensson pic.twitter.com/EoA1SGb3o8— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Sigurinn var sögulegur fyrir Tottenham því liðið hafði aldrei áður unnið leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á heimavelli. Það hafði spilað þrjá leiki á heimavelli við AC Milan, Real Madrid og Juventus en tókst nú loks að vinna. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00 Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00
Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45