Bankastjóri Arion segir stjórnvöld fara offari í álögum á bankana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 19:15 Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson. Íslenskir bankar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson.
Íslenskir bankar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira