Ótvírætt að rafbílar séu umhverfisvænni en bensín- og díselbílar Ari Brynjólfsson skrifar 3. júlí 2019 06:15 Framkvæmdastjóri ON afhenti umhverfisráðherra skýrsluna. Mynd/ON Það er mýta að rafbílar séu óumhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor rafbíla við framleiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir Orku náttúrunnar. Í ljós kemur að bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti losa 4 til 4,5 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum allt frá framleiðslu og yfir „líftíma“ sinn sé miðað við sambærilega rafbíla, er þeim er ekið á Íslandi. Er þá miðað við að þeim sé ekið 220.000 kílómetra. Í skýrslunni er ekki horft til losunar gróðurhúsalofttegunda við förgun rafbíla en þó sagt að áhrifin séu í versta falli innan við 2 prósent af heildarlosun bílsins. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, segir ánægjulegt að geta kveðið niður mýtur um rafbíla með ítarlegri skýrslu. „Eitt helsta markmið okkar hjá ON við gerð þessarar skýrslu var að skoða hvort helstu mýtur um rafbíla ættu við rök að styðjast. Niðurstöður skýrslunnar taka af allan vafa um að rafbílar eru mjög umhverfisvænn kostur hér á Íslandi,“ fullyrðir Berglind. Miklu máli skiptir upp á kolefnisfótsporið hvernig raforka í rafbíla er framleidd. Ólíkt mörgum öðrum löndum er öll raforka á Íslandi umhverfisvæn. Þess vegna sé Ísland kjörland til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum. „Á hnattræna vísu dregur það úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda að aka rafbíl á Íslandi. Það er okkur mikil hvatning til að leggja okkur enn frekar fram um að auka hlutdeild rafbíla með fræðslu og áframhaldandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Það er mýta að rafbílar séu óumhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor rafbíla við framleiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir Orku náttúrunnar. Í ljós kemur að bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti losa 4 til 4,5 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum allt frá framleiðslu og yfir „líftíma“ sinn sé miðað við sambærilega rafbíla, er þeim er ekið á Íslandi. Er þá miðað við að þeim sé ekið 220.000 kílómetra. Í skýrslunni er ekki horft til losunar gróðurhúsalofttegunda við förgun rafbíla en þó sagt að áhrifin séu í versta falli innan við 2 prósent af heildarlosun bílsins. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, segir ánægjulegt að geta kveðið niður mýtur um rafbíla með ítarlegri skýrslu. „Eitt helsta markmið okkar hjá ON við gerð þessarar skýrslu var að skoða hvort helstu mýtur um rafbíla ættu við rök að styðjast. Niðurstöður skýrslunnar taka af allan vafa um að rafbílar eru mjög umhverfisvænn kostur hér á Íslandi,“ fullyrðir Berglind. Miklu máli skiptir upp á kolefnisfótsporið hvernig raforka í rafbíla er framleidd. Ólíkt mörgum öðrum löndum er öll raforka á Íslandi umhverfisvæn. Þess vegna sé Ísland kjörland til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum. „Á hnattræna vísu dregur það úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda að aka rafbíl á Íslandi. Það er okkur mikil hvatning til að leggja okkur enn frekar fram um að auka hlutdeild rafbíla með fræðslu og áframhaldandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira