Ótvírætt að rafbílar séu umhverfisvænni en bensín- og díselbílar Ari Brynjólfsson skrifar 3. júlí 2019 06:15 Framkvæmdastjóri ON afhenti umhverfisráðherra skýrsluna. Mynd/ON Það er mýta að rafbílar séu óumhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor rafbíla við framleiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir Orku náttúrunnar. Í ljós kemur að bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti losa 4 til 4,5 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum allt frá framleiðslu og yfir „líftíma“ sinn sé miðað við sambærilega rafbíla, er þeim er ekið á Íslandi. Er þá miðað við að þeim sé ekið 220.000 kílómetra. Í skýrslunni er ekki horft til losunar gróðurhúsalofttegunda við förgun rafbíla en þó sagt að áhrifin séu í versta falli innan við 2 prósent af heildarlosun bílsins. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, segir ánægjulegt að geta kveðið niður mýtur um rafbíla með ítarlegri skýrslu. „Eitt helsta markmið okkar hjá ON við gerð þessarar skýrslu var að skoða hvort helstu mýtur um rafbíla ættu við rök að styðjast. Niðurstöður skýrslunnar taka af allan vafa um að rafbílar eru mjög umhverfisvænn kostur hér á Íslandi,“ fullyrðir Berglind. Miklu máli skiptir upp á kolefnisfótsporið hvernig raforka í rafbíla er framleidd. Ólíkt mörgum öðrum löndum er öll raforka á Íslandi umhverfisvæn. Þess vegna sé Ísland kjörland til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum. „Á hnattræna vísu dregur það úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda að aka rafbíl á Íslandi. Það er okkur mikil hvatning til að leggja okkur enn frekar fram um að auka hlutdeild rafbíla með fræðslu og áframhaldandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Það er mýta að rafbílar séu óumhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor rafbíla við framleiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir Orku náttúrunnar. Í ljós kemur að bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti losa 4 til 4,5 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum allt frá framleiðslu og yfir „líftíma“ sinn sé miðað við sambærilega rafbíla, er þeim er ekið á Íslandi. Er þá miðað við að þeim sé ekið 220.000 kílómetra. Í skýrslunni er ekki horft til losunar gróðurhúsalofttegunda við förgun rafbíla en þó sagt að áhrifin séu í versta falli innan við 2 prósent af heildarlosun bílsins. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, segir ánægjulegt að geta kveðið niður mýtur um rafbíla með ítarlegri skýrslu. „Eitt helsta markmið okkar hjá ON við gerð þessarar skýrslu var að skoða hvort helstu mýtur um rafbíla ættu við rök að styðjast. Niðurstöður skýrslunnar taka af allan vafa um að rafbílar eru mjög umhverfisvænn kostur hér á Íslandi,“ fullyrðir Berglind. Miklu máli skiptir upp á kolefnisfótsporið hvernig raforka í rafbíla er framleidd. Ólíkt mörgum öðrum löndum er öll raforka á Íslandi umhverfisvæn. Þess vegna sé Ísland kjörland til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum. „Á hnattræna vísu dregur það úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda að aka rafbíl á Íslandi. Það er okkur mikil hvatning til að leggja okkur enn frekar fram um að auka hlutdeild rafbíla með fræðslu og áframhaldandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira