Reynsluboltarnir fara ekki með kvennalandsliðinu til Suður-Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 13:08 Sandra María Jessen er aftur komin inn í A-landsliðið. Hér er hún á EM 2017. Getty/ Catherine Ivill Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad EM 2017 í Hollandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira