Flugþjónn lést í flugi milli Hawaii og New York Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 14:57 Vél Hawaiian air. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FG/Getty Vél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines þurfti að framkvæma neyðarlendingu í San Francisco á leið sinni frá Honolulu, höfuðborgar Hawaii, til New York vegna veikinda flugþjóns um borð á fimmtudaginn. Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést. Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco. „Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“Flight from Honolulu to JFK diverted to SFO for a passenger needing medical attention. It’s been a long time since they asked for doctors to come to first class so I hope they’re okay. First time I’ve ever had a flight diverted, somehow. Waiting for medics to board now. — Andrea Bartz (@andibartz) January 25, 2019 Hawaiian Air hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“ Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Vél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines þurfti að framkvæma neyðarlendingu í San Francisco á leið sinni frá Honolulu, höfuðborgar Hawaii, til New York vegna veikinda flugþjóns um borð á fimmtudaginn. Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést. Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco. „Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“Flight from Honolulu to JFK diverted to SFO for a passenger needing medical attention. It’s been a long time since they asked for doctors to come to first class so I hope they’re okay. First time I’ve ever had a flight diverted, somehow. Waiting for medics to board now. — Andrea Bartz (@andibartz) January 25, 2019 Hawaiian Air hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“ Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira