Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:00 Frá Laugaveginum. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Vísir/vilhelm Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00
Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13
Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent