Voru aðeins 31% með boltann í besta hálfleiknum í langan tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2019 21:45 Íslendingar unnu sanngjarnan sigur á Tyrkjum á þriðjudaginn. vísir/daníel þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45
Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00