Fótbolti

Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið hefur náð sér vel á strik eftir vonbrigðin í Þjóðadeildinni í fyrra.
Íslenska liðið hefur náð sér vel á strik eftir vonbrigðin í Þjóðadeildinni í fyrra. vísir/daníel þór
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, íhugar að gera breytingar á Þjóðadeildinni samkvæmt frétt Sky Sports.

Til skoðunar er að fjölga liðum í A-deild Þjóðadeildarinnar úr tólf í sextán til að fækka þýðingarlitlum vináttulandsleikjum.

Ef af verður halda liðin sem féllu úr A-deild í fyrra, Ísland, Þýskaland, Pólland og Króatía, sér í henni.

A-deildin verður því skipuð sömu liðum og í fyrra nema hvað liðin sem unnu sína riðla í B-deildinni, Úkraína, Svíþjóð, Danmörk og Bosnía, bætast við. Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum.

Ísland tapaði öllum fjórum leikjum sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Íslendingar voru í riðli með Svisslendingum og Belgum.

Portúgal vann Þjóðadeildina en liðið lagði Holland að velli, 1-0, í úrslitaleik úrslitakeppninnar á sunnudaginn.

Keppni í Þjóðadeildinni hefst aftur í september 2020.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×