27 ára karlmaður fékk ekki innlögn á geðdeild og dó í kjölfarið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2019 20:00 Móðir á Selfossi, sem jarðaði tuttugu og sjö ára gamlan son sinn í síðustu viku segir að ráðamenn þjóðarinnar verði að vakna og gera eitthvað róttækt í málefnum þeirra, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Sonur hennar leitaði á geðdeild og bað um innlögn en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Albert Ísleifsson, 27 ára gamall Selfyssingur var jarðaður frá Selfosskirkju síðasta föstudag, 19. júlí. Albert gekk í gegnum súrt og sætt um ævina, byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Rétt áður en hann dó vegna ofneyslu fíkniefna hafði hann farið á geðdeild Landspítalans og beðið um innlögn, hann þyrfti aðstoð. „Honum voru bara boðin einhvern lyf, hann hefði þyrft á innlögn, hann sagði mér alveg að hann væri með sjálfsmorðshugleiðingar og þar fram eftir götunum. Hann hefði þurft að komast í innlögn í einhverjar vikur til að komast yfir pyttinn en það var ekkert gert, hann fékk bara lyfseðil fyrir pillum“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir Alberts heitins.Sigrún Ólöf, móðir Alberts heitins.Magnús HlynurSigrún segist alveg vera búin að fá nóg af ráðaleysi ráðamanna og heilbrigðiskerfisins þegar kæmi að veiku ungu fólki með fíkniefnavanda. „Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“. Albert var 27 ára Selfyssingur, sem átti þrjá bræður og köttinn Jökul, sem var mjög hændur honum.Magnús HlynurSigrún sem á þrjá aðra stráka segist hafa áhyggjur af þeim og velferð þeirra eftir andlát Alberts. Hún segist ekki geta sætt sig við það að vera búin að missa drenginn sinn vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er bara hræðilegt, bara hryllingur, þetta er tilfinning sem ég óska engum að lenda í. Girðið ykkur í brók ráðamenn þessa lands og farið að vinna vinnuna ykkar, vinna fyrir laununum, öll þessi laun sem þið fáið, reynið að vinna fyrir þeim“, segir Sigrún. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Móðir á Selfossi, sem jarðaði tuttugu og sjö ára gamlan son sinn í síðustu viku segir að ráðamenn þjóðarinnar verði að vakna og gera eitthvað róttækt í málefnum þeirra, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Sonur hennar leitaði á geðdeild og bað um innlögn en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Albert Ísleifsson, 27 ára gamall Selfyssingur var jarðaður frá Selfosskirkju síðasta föstudag, 19. júlí. Albert gekk í gegnum súrt og sætt um ævina, byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Rétt áður en hann dó vegna ofneyslu fíkniefna hafði hann farið á geðdeild Landspítalans og beðið um innlögn, hann þyrfti aðstoð. „Honum voru bara boðin einhvern lyf, hann hefði þyrft á innlögn, hann sagði mér alveg að hann væri með sjálfsmorðshugleiðingar og þar fram eftir götunum. Hann hefði þurft að komast í innlögn í einhverjar vikur til að komast yfir pyttinn en það var ekkert gert, hann fékk bara lyfseðil fyrir pillum“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir Alberts heitins.Sigrún Ólöf, móðir Alberts heitins.Magnús HlynurSigrún segist alveg vera búin að fá nóg af ráðaleysi ráðamanna og heilbrigðiskerfisins þegar kæmi að veiku ungu fólki með fíkniefnavanda. „Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“. Albert var 27 ára Selfyssingur, sem átti þrjá bræður og köttinn Jökul, sem var mjög hændur honum.Magnús HlynurSigrún sem á þrjá aðra stráka segist hafa áhyggjur af þeim og velferð þeirra eftir andlát Alberts. Hún segist ekki geta sætt sig við það að vera búin að missa drenginn sinn vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er bara hræðilegt, bara hryllingur, þetta er tilfinning sem ég óska engum að lenda í. Girðið ykkur í brók ráðamenn þessa lands og farið að vinna vinnuna ykkar, vinna fyrir laununum, öll þessi laun sem þið fáið, reynið að vinna fyrir þeim“, segir Sigrún.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira