Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe kom yfirtökunni á Nice í gegnum kerfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 12:00 Auðvitað eru Íslandstengingar í nýja félagið hans Jim Ratcliffe. Getty/Matthew Lloyd Þriðji ríkasti maður Bretland hefur nú formlega bætt við einu fótboltafélagi á langan eignalista sinn. Jim Ratcliffe keypti franska 1. deildarliðið Nice fyrr á þessu ári og nú hefur franska samkeppniseftirlitið gefið grænt ljós á kaupin. Ratcliffe borgaði 100 milljónir evra fyrir Nice eða meira en 13,8 milljarða íslenskra króna.British billionaire Jim Ratcliffe's takeover of French Ligue 1 side Nice has been given the all clear by the country's competition authority. Full story: https://t.co/SbjpVVY6kNpic.twitter.com/gqdeZAD9hv — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Jim Ratcliffe er stóreignamaður á Íslandi en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi. Einn Íslendingur hefur spilað með Nice en það gerði Albert Guðmundsson snemma á sjötta áratugnum. Albert spilaði með Nice tímabilið 1952-53 en snéri svo heim til Íslands í framhaldinu þar sem hann endaði ferilinn. Íslendingar eiga líka mjög góðar minningar frá Nice og þá sérstaklega frá heimavelli félagsins, Allianz Riviera. Það var einmitt á þessum velli sem íslenska landsliðið sló það enska út úr sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 27. júní 2016. Þetta er ekki fyrsta fótboltafélagið í eigu Ratcliffe því þessi 66 ára Breti á einnig svissneska 2. deildarliðið Lausanne sem hann eignaðist árið 2017. Knattspyrnustjóri Jim Ratcliffe hjá Nice er Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og franska landsliðsins. Nice hefur byrjað tímabilið vel og er með fullt hús eftir tvær umferðir. Jim Ratcliffe stofnaði efnavinnslufyrirtækið Ineos og er metinn á 18,15 milljarða punda eða 2755 milljarða íslenskra króna. Hann er mikill íþróttáhugamaður því hann tók yfir hjólreiðaliðið Team Sky í maí og hefur einnig sett 110 milljónir punda í breska siglingaliðið í Ameríkubikarnum. Jim Ratcliffe segist vera mikill stuðningsmaður Manchester United en hann hefur einnig sýnt því áhuga að kaupa Chelsea af Roman Abramovich. Ekkert hefur þó orðið að því ennþá að hann eignist knattspyrnufélag í sínu eigin landi. Bretland Frakkland Franski boltinn Íslandsvinir Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira
Þriðji ríkasti maður Bretland hefur nú formlega bætt við einu fótboltafélagi á langan eignalista sinn. Jim Ratcliffe keypti franska 1. deildarliðið Nice fyrr á þessu ári og nú hefur franska samkeppniseftirlitið gefið grænt ljós á kaupin. Ratcliffe borgaði 100 milljónir evra fyrir Nice eða meira en 13,8 milljarða íslenskra króna.British billionaire Jim Ratcliffe's takeover of French Ligue 1 side Nice has been given the all clear by the country's competition authority. Full story: https://t.co/SbjpVVY6kNpic.twitter.com/gqdeZAD9hv — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Jim Ratcliffe er stóreignamaður á Íslandi en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi. Einn Íslendingur hefur spilað með Nice en það gerði Albert Guðmundsson snemma á sjötta áratugnum. Albert spilaði með Nice tímabilið 1952-53 en snéri svo heim til Íslands í framhaldinu þar sem hann endaði ferilinn. Íslendingar eiga líka mjög góðar minningar frá Nice og þá sérstaklega frá heimavelli félagsins, Allianz Riviera. Það var einmitt á þessum velli sem íslenska landsliðið sló það enska út úr sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 27. júní 2016. Þetta er ekki fyrsta fótboltafélagið í eigu Ratcliffe því þessi 66 ára Breti á einnig svissneska 2. deildarliðið Lausanne sem hann eignaðist árið 2017. Knattspyrnustjóri Jim Ratcliffe hjá Nice er Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og franska landsliðsins. Nice hefur byrjað tímabilið vel og er með fullt hús eftir tvær umferðir. Jim Ratcliffe stofnaði efnavinnslufyrirtækið Ineos og er metinn á 18,15 milljarða punda eða 2755 milljarða íslenskra króna. Hann er mikill íþróttáhugamaður því hann tók yfir hjólreiðaliðið Team Sky í maí og hefur einnig sett 110 milljónir punda í breska siglingaliðið í Ameríkubikarnum. Jim Ratcliffe segist vera mikill stuðningsmaður Manchester United en hann hefur einnig sýnt því áhuga að kaupa Chelsea af Roman Abramovich. Ekkert hefur þó orðið að því ennþá að hann eignist knattspyrnufélag í sínu eigin landi.
Bretland Frakkland Franski boltinn Íslandsvinir Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira