Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2019 13:30 Huginn Freyr Þorsteinsson stýrði nefnd sem vann skýrslu um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. Fréttablaðið/GVA Fjórða iðnbyltingin með aukinni sjálfvirknivæðingu þýðir ekki endilega að störf hverfi en þau geta hins vegar breyst mikið. Þetta segir Huginn Freyr Þorsteinsson sem fór fyrir nefnd sem ríkisstjórnin skipaði til að kortleggja áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað framtíðarinnar. Hann telur Ísland geta tekist á við breytingarnar með undirbúningi. Því er spáð að miklar breytingar verði á vinnumarkaði með framþróun í gervigreind og annarri tækni sem leiði til aukinnar sjálfvirknivæðingar á næstu árum og áratugum. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sagði Huginn Freyr að það væri ekkert nýtt að störf hyrfu eða breyttust. Vísaði hann meðal annars til þess hvernig vinnuafl á Íslandi hefði fært sig úr landbúnaði og sjávarútvegi yfir í þjónustustörf á síðustu öld. „Við höfum alltaf verið að glíma við einhvers konar svona þróun þannig að við þurfum ekki að óttast breytingar á vinnumarkaði, það er kannski bara hvað við gerum í þessu millibilsástandi þegar við erum að fara í gengum breytingarnar,“ sagði hann en nefndin sem hann stýrði skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra á föstudag. Opinber stefnumótun en ekki tæknin væri lausnin á því millibilsástandi. Tryggja þurfi að velferðarkerfi sé til staðar, möguleiki á símenntun og þjálfun mannaflans í grunnfærni. Bæði vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin þurfi að bera ábyrgð á að þjálfa starfsfólk í ný störf. Sagði Huginn Freyr að rannsóknir hefðu sýnt að Norðurlöndin væru betur í stakk búin en flest önnur ríki að takast á við afleiðingar fjórðu iðnbyltingarinnar. Hópurinn sem hann stýrði hefði komist að því að Ísland sé á svipuðum stað og nágrannaríkin hvað þetta varðar.Aldan kemur yfir okkur ef ekkert verður gert Áhrif sjálfvirknivæðingarinnar kom ekki jafnt niður á ólíka hópa á vinnumarkaði. Huginn Freyr sagði að störf sem væru fjölbreytt væru ólíklegri til að breytast eða hverfa en þar sem mikillar endurtekningar væri krafist, hvort sem þau krefðust líkamslegs afls eða hugarafls. Þannig gætu breytingarnar haft meiri áhrif á hefðbundin karlastörf en störf kvenna, störf á landsbyggðinni frekar en í þéttbýli og á störf erlendra ríkisborgara frekar en innfæddra. Einnig væri hætta á að störf sem ungt fólk í leit að reynslu á vinnumarkaði hafi leitað í glatist. „Það er ljóst að mörg þau störf sem ungt fólk hefur verið að vinna í munu breytast eða hverfa. Þetta eru þá til dæmis afgreiðslustörf í búðum og svo framvegis,“ sagði hann. Nefndin sem Huginn Freyr stýrði reyndi að jarðtengja umræðu um fjórðu iðnbyltinguna og leggja hvað heiðarlegar staðreyndir um hvað gæti gerst, að hans sögn. Breytingar ættu eftir að verða á vinnumarkaði. Mikill arður yrði til fyrir þá sem næðu árangri í sjálfsvirknivæðingu og tryggja þyrfti sanngjarna dreifingu gæðanna. Ýmisleg siðferðisleg álitaefni ættu ennfremur eftir að koma upp. „Þetta eru allt hlutir sem er mögulegt að takast á við en ef við gerum ekki neitt þá kemur þessi alda bara yfir okkur,“ sagði Huginn Freyr. Kjaramál Sprengisandur Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. 2. mars 2019 13:02 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Fjórða iðnbyltingin með aukinni sjálfvirknivæðingu þýðir ekki endilega að störf hverfi en þau geta hins vegar breyst mikið. Þetta segir Huginn Freyr Þorsteinsson sem fór fyrir nefnd sem ríkisstjórnin skipaði til að kortleggja áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað framtíðarinnar. Hann telur Ísland geta tekist á við breytingarnar með undirbúningi. Því er spáð að miklar breytingar verði á vinnumarkaði með framþróun í gervigreind og annarri tækni sem leiði til aukinnar sjálfvirknivæðingar á næstu árum og áratugum. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sagði Huginn Freyr að það væri ekkert nýtt að störf hyrfu eða breyttust. Vísaði hann meðal annars til þess hvernig vinnuafl á Íslandi hefði fært sig úr landbúnaði og sjávarútvegi yfir í þjónustustörf á síðustu öld. „Við höfum alltaf verið að glíma við einhvers konar svona þróun þannig að við þurfum ekki að óttast breytingar á vinnumarkaði, það er kannski bara hvað við gerum í þessu millibilsástandi þegar við erum að fara í gengum breytingarnar,“ sagði hann en nefndin sem hann stýrði skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra á föstudag. Opinber stefnumótun en ekki tæknin væri lausnin á því millibilsástandi. Tryggja þurfi að velferðarkerfi sé til staðar, möguleiki á símenntun og þjálfun mannaflans í grunnfærni. Bæði vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin þurfi að bera ábyrgð á að þjálfa starfsfólk í ný störf. Sagði Huginn Freyr að rannsóknir hefðu sýnt að Norðurlöndin væru betur í stakk búin en flest önnur ríki að takast á við afleiðingar fjórðu iðnbyltingarinnar. Hópurinn sem hann stýrði hefði komist að því að Ísland sé á svipuðum stað og nágrannaríkin hvað þetta varðar.Aldan kemur yfir okkur ef ekkert verður gert Áhrif sjálfvirknivæðingarinnar kom ekki jafnt niður á ólíka hópa á vinnumarkaði. Huginn Freyr sagði að störf sem væru fjölbreytt væru ólíklegri til að breytast eða hverfa en þar sem mikillar endurtekningar væri krafist, hvort sem þau krefðust líkamslegs afls eða hugarafls. Þannig gætu breytingarnar haft meiri áhrif á hefðbundin karlastörf en störf kvenna, störf á landsbyggðinni frekar en í þéttbýli og á störf erlendra ríkisborgara frekar en innfæddra. Einnig væri hætta á að störf sem ungt fólk í leit að reynslu á vinnumarkaði hafi leitað í glatist. „Það er ljóst að mörg þau störf sem ungt fólk hefur verið að vinna í munu breytast eða hverfa. Þetta eru þá til dæmis afgreiðslustörf í búðum og svo framvegis,“ sagði hann. Nefndin sem Huginn Freyr stýrði reyndi að jarðtengja umræðu um fjórðu iðnbyltinguna og leggja hvað heiðarlegar staðreyndir um hvað gæti gerst, að hans sögn. Breytingar ættu eftir að verða á vinnumarkaði. Mikill arður yrði til fyrir þá sem næðu árangri í sjálfsvirknivæðingu og tryggja þyrfti sanngjarna dreifingu gæðanna. Ýmisleg siðferðisleg álitaefni ættu ennfremur eftir að koma upp. „Þetta eru allt hlutir sem er mögulegt að takast á við en ef við gerum ekki neitt þá kemur þessi alda bara yfir okkur,“ sagði Huginn Freyr.
Kjaramál Sprengisandur Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. 2. mars 2019 13:02 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. 25. júní 2018 20:00
Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. 2. mars 2019 13:02
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent