Fótbolti

Mourinho hafnaði Kínagullinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hvar endar Mourinho?
Hvar endar Mourinho? vísir/getty
Jose Mourinho hafnaði risatilboði frá kínverska félaginu Guangzhou Evergrande því hann vill ekki yfirgefa Evrópu.

Mourinho hefur verið atvinnulaus frá því í desember þegar hann var rekinn frá Manchester United. Samkvæmt BBC fékk hann á dögunum risatilboð frá Kína sem hefði gert hann að hæst launaðasta knattspyrnustjóra heims.

Portúgalinn sagði hins vegar nei takk við 88 milljón punda samningnum því hann vill vera áfram með fjölskyldu sinni í Evrópu.

Mourinho sagði hins vegar í mars að hann vildi snúa aftur í stjórastarf á þessu ári, en hann er að bíða eftir rétta tækifærinu.

Ítalinn Fabio Cannavaro er núverandi stjóri Guangzhou.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×