Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 13:28 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth Hagen, konunnar sem rænt var af heimili sínu í Lørenskógi, segir að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar á blaðamannafundinum í dag. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisbaeth í haldi í dag.“Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEKHolden kveðst ekki munu tjá sig frekar um efni skilaboðanna eða hvaða skilaboðaforrit ræningjarnir notuðu til að setja sig í samband við fjölskylduna. Þó túlki fjölskyldan skilaboðin sem svo að Anne-Elisabeth sé á lífi og að henni verði komið heilu og höldnu í faðm fjölskyldunnar á ný. Aðspurður vildi Holden ekki svara því hvort Hagen-fjölskyldan sé tilbúin til þess að borga lausnargjaldið sem mannræningjarnir hafa krafist, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Þó hafi lausnargjaldið verið rætt innan fjölskyldunnar. Þá sé það afar mikilvægt fyrir fjölskylduna að fá það staðfest að Anne-Elisabeth sé á lífi áður en lengra er haldið í viðræðum við ræningjana. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn en gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili sínu. Í gær hófst leit við Langavatn, stöðuvatn um hundrað metrum frá húsi hjónanna í Lørenskógi, en lögregla leitar þar að vísbendingum í tengslum við hvarfið.Fréttin hefur verið uppfærð. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth Hagen, konunnar sem rænt var af heimili sínu í Lørenskógi, segir að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar á blaðamannafundinum í dag. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisbaeth í haldi í dag.“Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEKHolden kveðst ekki munu tjá sig frekar um efni skilaboðanna eða hvaða skilaboðaforrit ræningjarnir notuðu til að setja sig í samband við fjölskylduna. Þó túlki fjölskyldan skilaboðin sem svo að Anne-Elisabeth sé á lífi og að henni verði komið heilu og höldnu í faðm fjölskyldunnar á ný. Aðspurður vildi Holden ekki svara því hvort Hagen-fjölskyldan sé tilbúin til þess að borga lausnargjaldið sem mannræningjarnir hafa krafist, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Þó hafi lausnargjaldið verið rætt innan fjölskyldunnar. Þá sé það afar mikilvægt fyrir fjölskylduna að fá það staðfest að Anne-Elisabeth sé á lífi áður en lengra er haldið í viðræðum við ræningjana. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn en gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili sínu. Í gær hófst leit við Langavatn, stöðuvatn um hundrað metrum frá húsi hjónanna í Lørenskógi, en lögregla leitar þar að vísbendingum í tengslum við hvarfið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36
Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05