Ekki farið að öllum verklagsreglum í kynferðisbrotamáli fatlaðrar konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. febrúar 2019 19:00 Ekki var farið að öllum verklagsreglum þegar skýrsla var tekin af ungri fatlaðri konu eftir að grunur vaknaði um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri Velferðarsviðs borgarinnar harmar málið sem sé litið mjög alvarlegum augum. Á dögunum greindum við frá því að starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk á vegum Reykjavíkurborgar væri til rannsóknar hjá lögreglu, grunaður um kynferðisbrot gegn ungri konur sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst þegar starfsmaðurinn baðaði konuna en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Móðir konunnar sagði í fréttum okkar í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Dóttir hennar hafi verið boðuð í skýrslutöku hjá borginni sem hafi verið staðið ófagmannalega að og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, harmar það og segir að ákveðnum ferlum sé fylgt í málum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið gegn fötluðu fólki. „Nú í þessu máli þá er farið eftir verklagsreglum nema, og mér þykir það mjög miður, að réttagæslumaður var ekki kallaður til.“ „En ég er hugsi eftir að þetta mál kom upp hvort að við þurfum ekki að fá ákveðna lagabreytingu og setja upp starfsemi sem er svipuð og barnahús varðandi fatlaða einstaklinga,“ segir Regína en í barnaverndarmálum eru kynferðisbrot strax tilkynnt til lögreglu. Hún sé sammála móðurinni um að það sé öruggari leið að lögregla taki fyrsta viðtalið til að fá réttustu myndina af atburðarásinni. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27. febrúar 2019 19:00 Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Ekki var farið að öllum verklagsreglum þegar skýrsla var tekin af ungri fatlaðri konu eftir að grunur vaknaði um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri Velferðarsviðs borgarinnar harmar málið sem sé litið mjög alvarlegum augum. Á dögunum greindum við frá því að starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk á vegum Reykjavíkurborgar væri til rannsóknar hjá lögreglu, grunaður um kynferðisbrot gegn ungri konur sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst þegar starfsmaðurinn baðaði konuna en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Móðir konunnar sagði í fréttum okkar í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Dóttir hennar hafi verið boðuð í skýrslutöku hjá borginni sem hafi verið staðið ófagmannalega að og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, harmar það og segir að ákveðnum ferlum sé fylgt í málum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið gegn fötluðu fólki. „Nú í þessu máli þá er farið eftir verklagsreglum nema, og mér þykir það mjög miður, að réttagæslumaður var ekki kallaður til.“ „En ég er hugsi eftir að þetta mál kom upp hvort að við þurfum ekki að fá ákveðna lagabreytingu og setja upp starfsemi sem er svipuð og barnahús varðandi fatlaða einstaklinga,“ segir Regína en í barnaverndarmálum eru kynferðisbrot strax tilkynnt til lögreglu. Hún sé sammála móðurinni um að það sé öruggari leið að lögregla taki fyrsta viðtalið til að fá réttustu myndina af atburðarásinni.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27. febrúar 2019 19:00 Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27. febrúar 2019 19:00
Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30