Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. febrúar 2019 18:30 Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent