Erlent

Enn eitt mannskæða snjóflóðið í Alpafjöllum

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn sem lést var 39 ára Frakki sem var í hópi sjö franskra skíðamanna.
Maðurinn sem lést var 39 ára Frakki sem var í hópi sjö franskra skíðamanna. Getty
Einn er látinn og tveir slösuðust eftir að hafa lent í snjóflóði í suðurhluta Sviss í morgun. Þetta er það nýjasta í röð slysa í Alpafjöllum að undanförnu þar sem fólk hefur lent í snjóflóðum eftir mikla úrkomu síðustu daga og vikur.

Maðurinn sem lést var 39 ára Frakki sem var í hópi sjö franskra skíðamanna. Tveir þeirra slösuðust lítillega í flóðinu. Slysið varð í fjallinu Vanil Carré í héraðinu Chateau-d'Oex.

Hæsta viðbúnaðarstig vegna hættu á snjóflóðum ríkir nú víðs vegar í Sviss. Í síðustu viku fórust þrír í snjóflóði í Austurríki.

Yfirvöld í Frakklandi hafa sömuleiðis varað við hættu á snjóflóðum í fjöllunum nærri svissnesku landamærunum.


Tengdar fréttir

Þrír létust í snjóflóði og eins er saknað

Lögregluyfirvöld í Austurríki hafa staðfest að þrír þýskir skíðagarpar hafi látið lífið í snjóflóði í austurrísku ölpunum í gær og þá er eins er saknað.

Sjö látist í miklu fannfergi í Ölpunum

Minnst sjö létust um helgina eftir mikið fannfergi í Alpafjöllum í Evrópu. Mikil hætta er á snjóflóðum í Austurríki, Þýskalandi og á Ítalíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.