Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 08:00 Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. AP/Fernando Llano Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. Minnst tveir eru látnir, 300 slasaðir og kveikt var í einhverjum bílum sem báru hjálpargögn. Í kjölfarið kallaði Juan Guaidó, sem þing Venesúela hefur skipað sem forseta, eftir því að alþjóðasamfélagið „íhugaði allar leiðir“ til að koma Maduro frá völdum og „frelsa“ íbúa Venesúela. Hann hvatti hermenn Venesúela einnig til að hleypa hjálpargögnum inn í landið. „Hve margir ykkar eiga veikar mæður? Hve marga krakka í skóla án matar?“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þið skuldið enga hollustu til sadista, sem fagnar því að meinaður sé aðgangur að hjálpargögnum sem þjóðin þarf á að halda.“Yfirvöld Kólumbíu segja um 60 hermenn hafa svarað kalli Guaidó en þeir hafi allir verið lágt settir. Enn sem komið er nýtur Maduro fulls stuðnings hershöfðingja Venesúela.Todas las opciones de la comunidad internacional que han logrado el cerco diplomático que contribuirá al cese de la usurpación, al gobierno de transición y elecciones libres. Seguimos adelante. — Juan Guaidó (@jguaido) February 24, 2019 Mótmælendum tókst að koma þremur flutningabílum yfir landamærin en kveikt var í þeim og segja vitni að hermenn hafi gert það. Venesúela hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og þá sérstaklega þegar kemur að efnahag landsins. Í fyrra var verðbólga svo há í Venesúela að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Maduro hefur slitið stjórnmálasamskiptum við Kólumbíu og sakar ríkisstjórn landsins, sem hann kallaði fasista, um að reyna að hjálpa Bandaríkjunum að velta honum úr sessi. Flest ríki Suður-Ameríku hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó.Tveggja forseta tal Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Tugir annarra þjóða hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og mun hann fara til Bogota í Kólumbíu á morgun til að hitta þjóðarleiðtoga annarra Suður-Ameríkuríkja og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. Minnst tveir eru látnir, 300 slasaðir og kveikt var í einhverjum bílum sem báru hjálpargögn. Í kjölfarið kallaði Juan Guaidó, sem þing Venesúela hefur skipað sem forseta, eftir því að alþjóðasamfélagið „íhugaði allar leiðir“ til að koma Maduro frá völdum og „frelsa“ íbúa Venesúela. Hann hvatti hermenn Venesúela einnig til að hleypa hjálpargögnum inn í landið. „Hve margir ykkar eiga veikar mæður? Hve marga krakka í skóla án matar?“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þið skuldið enga hollustu til sadista, sem fagnar því að meinaður sé aðgangur að hjálpargögnum sem þjóðin þarf á að halda.“Yfirvöld Kólumbíu segja um 60 hermenn hafa svarað kalli Guaidó en þeir hafi allir verið lágt settir. Enn sem komið er nýtur Maduro fulls stuðnings hershöfðingja Venesúela.Todas las opciones de la comunidad internacional que han logrado el cerco diplomático que contribuirá al cese de la usurpación, al gobierno de transición y elecciones libres. Seguimos adelante. — Juan Guaidó (@jguaido) February 24, 2019 Mótmælendum tókst að koma þremur flutningabílum yfir landamærin en kveikt var í þeim og segja vitni að hermenn hafi gert það. Venesúela hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og þá sérstaklega þegar kemur að efnahag landsins. Í fyrra var verðbólga svo há í Venesúela að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Maduro hefur slitið stjórnmálasamskiptum við Kólumbíu og sakar ríkisstjórn landsins, sem hann kallaði fasista, um að reyna að hjálpa Bandaríkjunum að velta honum úr sessi. Flest ríki Suður-Ameríku hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó.Tveggja forseta tal Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Tugir annarra þjóða hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og mun hann fara til Bogota í Kólumbíu á morgun til að hitta þjóðarleiðtoga annarra Suður-Ameríkuríkja og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49
Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45
Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30