Innlent

Sjólaskipa­bræður á­kærðir fyrir 514 milljóna króna skatt­svik

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. fréttablaðið/GVA
Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. Systur þeirra bræðra hafa einnig verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagaborg en systkinahópurinn er kenndur við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip. Þetta kemur fram í ákærum á hendur bræðrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.

Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Guðmundi, ákæru á hendur Haraldi, sem fréttastofa hefur áður greint frá, og ákæra á hendur þeirra beggja. Þá hafa systur þeirra bræðra, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir báðar verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagabrot.

Guðmundur er ákærður fyrir að hafa vangreitt 65,7 milljónir íslenskra króna til skatts. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Guðmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot

Þá er sagt í kæru á hendur þeim bræðrum að þeir hafi átt, hver um sig, 27,5% hlut í félögunum Kenora Shipping Company Ltd., Seadove Shipping Company Ltd., og Fishing Company Beta Ltd. Sem voru skráð á Kýpur og vanrækt að telja fram til skatts hér á landi tekjur, gjöld og önnur atriði sem skiptu máli í skattaálagningu félaganna

Vanframtaldar tekjur bræðranna af þeim viðskiptum hafi numið 1,98 milljörðum króna og sé þannig um að ræða samtals 514 milljónir í vangreiðslu. Þá krefst embætti héraðssaksóknara að þeir bræður verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Skattamál systkinanna hafa verið til rannsóknar talsvert lengi en árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.