Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. janúar 2019 19:00 „Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
„Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09