Vakta eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2019 17:03 Fyrstu sýnatökurnar hafa þegar farið fram en niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega. UST Umhverfisstofnun í samstarfi við aðrar stofnanir vakta nú eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni á Íslandi. Vöktunin er hluti af innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega en þá mun koma í ljós hvort vatnið standist þau umhverfismörk sem eru í gildi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Efnin og efnasamböndin sem verið er að vakta eru 45 talsins og flokkast niður í málma, varnarefni, PAH efni, PBDE efni og mýkingarefni fyrir plast. Sýnatökur fara fram víðsvegar um landið en staðirnir eru valdir út frá sérstakri aðferðafræði þar sem þeir mynda saman sérstakt vöktunarnet. Starfsmenn taka sýni bæði á svæðum þar sem engar mengunaruppsprettur eru í nánd og þar sem hugsanlegt er að áhrifa gæti frá uppsprettum. Fyrstu sýnatökurnar hafa þegar farið fram en vatnssýni eru tekin á Mývatni, Þingvallavatni, Eiðisvatni, Tjörninni í Reykjavík, Varmá í Ölfusi, Þjórsá, Ölfusá, í sunnanverðum Faxaflóa vestan við Kjalarnes, Eyjafirði innanverðum, Pollinum í Skutulsfirði og innanverðu Viðeyjarsundi í Reykjavík. Auk þess munu tilheyra þessu vöktunarneti nokkrir sýnatökustaðir sem notaðir hafa verið til að fylgjast með uppsöfnun varasamra efna í kræklingi. Mengun af manna völdum berst í vötn með beinni losun og frá fjarlægum uppsprettum með úrkomu og andrúmslofti. Mörg þessara efna enda að lokum í hafinu þar sem þau geta haft margvísleg áhrif á lífríki sjávar. Sum efnanna eru sérstaklega varasöm þar sem þau eru þrávirk og safnast upp í lífverum. Þá er sagt frá því á vef Umhverfisstofnunar að efnamengunin í vatni geti bæði haft bráð og langvinn áhrif á manninn og aðrar lífverur og samfélög þeirra. Umhverfismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Umhverfisstofnun í samstarfi við aðrar stofnanir vakta nú eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni á Íslandi. Vöktunin er hluti af innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega en þá mun koma í ljós hvort vatnið standist þau umhverfismörk sem eru í gildi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Efnin og efnasamböndin sem verið er að vakta eru 45 talsins og flokkast niður í málma, varnarefni, PAH efni, PBDE efni og mýkingarefni fyrir plast. Sýnatökur fara fram víðsvegar um landið en staðirnir eru valdir út frá sérstakri aðferðafræði þar sem þeir mynda saman sérstakt vöktunarnet. Starfsmenn taka sýni bæði á svæðum þar sem engar mengunaruppsprettur eru í nánd og þar sem hugsanlegt er að áhrifa gæti frá uppsprettum. Fyrstu sýnatökurnar hafa þegar farið fram en vatnssýni eru tekin á Mývatni, Þingvallavatni, Eiðisvatni, Tjörninni í Reykjavík, Varmá í Ölfusi, Þjórsá, Ölfusá, í sunnanverðum Faxaflóa vestan við Kjalarnes, Eyjafirði innanverðum, Pollinum í Skutulsfirði og innanverðu Viðeyjarsundi í Reykjavík. Auk þess munu tilheyra þessu vöktunarneti nokkrir sýnatökustaðir sem notaðir hafa verið til að fylgjast með uppsöfnun varasamra efna í kræklingi. Mengun af manna völdum berst í vötn með beinni losun og frá fjarlægum uppsprettum með úrkomu og andrúmslofti. Mörg þessara efna enda að lokum í hafinu þar sem þau geta haft margvísleg áhrif á lífríki sjávar. Sum efnanna eru sérstaklega varasöm þar sem þau eru þrávirk og safnast upp í lífverum. Þá er sagt frá því á vef Umhverfisstofnunar að efnamengunin í vatni geti bæði haft bráð og langvinn áhrif á manninn og aðrar lífverur og samfélög þeirra.
Umhverfismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira