Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. mars 2019 20:45 Áki Guðmundsson, sjómaður og framkvæmdastjóri Halldórs fiskvinnslu ehf. á Bakkafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka né til að fylgjast með að staðið sé við sameiningarskilmála. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Fyrir aldarfjórðungi bjuggu 130 manns á Bakkafirði en síðan hefur íbúum fækkað um helming. Búið er að loka skólanum, leikskólanum og einu búðinni. Þar er ekkert starf eftir í þjónustu.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áki Guðmundsson, sem rekur fiskvinnslu á Bakkafirði, segir að þegar sveitarfélögin Skeggjastaðahreppur og Þórshöfn sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 hafi verið samið um að skóli og leikskóli yrðu áfram á Bakkafirði en einnig starfsmaður áhaldahúss. „Sameinað sveitarfélag, sem lagði af stað undir kjörorðunum „Sameining til sóknar“ hefur reynst okkur gríðarlega dýrkeypt,“ segir Áki.Skólanum á Bakkafirði var lokað fyrir tveimur árum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.María Guðmundsdóttir var skólastjóri og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kenndi við skólann, sem lokað var fyrir tveimur árum. -Finnst ykkur það hafa verið mistök að sameinast Þórshöfn? „Já,“ svarar Bylgja Dögg. „Ég segi þetta svolítið.. ég tók einu sinni að mér tvö lömb. Ég væri ekkert rosalega góð í að ala þau upp ef ég hefði drepið annað þeirra. Mín skylda væri að gefa þeim báðum að éta. Og það er eiginlega þannig sem sveitarstjórn á að hugsa,“ segir María.María Guðmundsdóttir og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir störfuðu báðar við grunnskólann á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Skrifstofa Langanesbyggðar er á Þórshöfn. „Það er ekki mín upplifun að Langnesingar eða Þórshafnarfólk hafi á einhvern hátt ekki viljað eða ekki sinnt Bakkafirði. Það er ekki mín upplifun,“ segir Elías Pétursson sveitarstjóri.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er skrítið að ríkið skuli hvetja til sameiningar og það eru engin verkfæri til að fylgjast með því hvað gerist. Engin. Það er ekki gert ráð fyrir að þessu sé slitið,“ segir Áki. Sveitarstjórinn segir að lokun skólans hafi verið mjög erfið en stefnt hafi í að þar yrðu aðeins fimm börn. „Jafn erfitt og þetta er þá verða menn að horfa á þetta svolítið svona út frá því hvað er best að gera en ekki endilega hvað manni langar að gera,“ segir Elías.Frá fiskvinnslunni Halldóri á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nánar er fjallað um baráttu Bakkfirðinga fyrir tilverugrundvelli byggðarinnar í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Hluti íbúa Bakkafjarðar er óánægður með að fá sorpurðun sveitarfélagsins í túngarð byggðarinnar. Deila um urðunina hefur staðið í nokkur ár en á meðan hefur sorp verið keyrt á Vopnafjörð. Sveitarstjórinn vonast eftir farsælli 25. nóvember 2016 07:00 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. 4. október 2007 18:47 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka né til að fylgjast með að staðið sé við sameiningarskilmála. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Fyrir aldarfjórðungi bjuggu 130 manns á Bakkafirði en síðan hefur íbúum fækkað um helming. Búið er að loka skólanum, leikskólanum og einu búðinni. Þar er ekkert starf eftir í þjónustu.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áki Guðmundsson, sem rekur fiskvinnslu á Bakkafirði, segir að þegar sveitarfélögin Skeggjastaðahreppur og Þórshöfn sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 hafi verið samið um að skóli og leikskóli yrðu áfram á Bakkafirði en einnig starfsmaður áhaldahúss. „Sameinað sveitarfélag, sem lagði af stað undir kjörorðunum „Sameining til sóknar“ hefur reynst okkur gríðarlega dýrkeypt,“ segir Áki.Skólanum á Bakkafirði var lokað fyrir tveimur árum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.María Guðmundsdóttir var skólastjóri og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kenndi við skólann, sem lokað var fyrir tveimur árum. -Finnst ykkur það hafa verið mistök að sameinast Þórshöfn? „Já,“ svarar Bylgja Dögg. „Ég segi þetta svolítið.. ég tók einu sinni að mér tvö lömb. Ég væri ekkert rosalega góð í að ala þau upp ef ég hefði drepið annað þeirra. Mín skylda væri að gefa þeim báðum að éta. Og það er eiginlega þannig sem sveitarstjórn á að hugsa,“ segir María.María Guðmundsdóttir og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir störfuðu báðar við grunnskólann á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Skrifstofa Langanesbyggðar er á Þórshöfn. „Það er ekki mín upplifun að Langnesingar eða Þórshafnarfólk hafi á einhvern hátt ekki viljað eða ekki sinnt Bakkafirði. Það er ekki mín upplifun,“ segir Elías Pétursson sveitarstjóri.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er skrítið að ríkið skuli hvetja til sameiningar og það eru engin verkfæri til að fylgjast með því hvað gerist. Engin. Það er ekki gert ráð fyrir að þessu sé slitið,“ segir Áki. Sveitarstjórinn segir að lokun skólans hafi verið mjög erfið en stefnt hafi í að þar yrðu aðeins fimm börn. „Jafn erfitt og þetta er þá verða menn að horfa á þetta svolítið svona út frá því hvað er best að gera en ekki endilega hvað manni langar að gera,“ segir Elías.Frá fiskvinnslunni Halldóri á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nánar er fjallað um baráttu Bakkfirðinga fyrir tilverugrundvelli byggðarinnar í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Hluti íbúa Bakkafjarðar er óánægður með að fá sorpurðun sveitarfélagsins í túngarð byggðarinnar. Deila um urðunina hefur staðið í nokkur ár en á meðan hefur sorp verið keyrt á Vopnafjörð. Sveitarstjórinn vonast eftir farsælli 25. nóvember 2016 07:00 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. 4. október 2007 18:47 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30
Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45
Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Hluti íbúa Bakkafjarðar er óánægður með að fá sorpurðun sveitarfélagsins í túngarð byggðarinnar. Deila um urðunina hefur staðið í nokkur ár en á meðan hefur sorp verið keyrt á Vopnafjörð. Sveitarstjórinn vonast eftir farsælli 25. nóvember 2016 07:00
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. 4. október 2007 18:47
Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42