Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Hluti íbúa Bakkafjarðar telur að nábýlið við sorpurðunina geti haft slæm áhrif á byggðina. vísir/gva Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira