Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Hluti íbúa Bakkafjarðar telur að nábýlið við sorpurðunina geti haft slæm áhrif á byggðina. vísir/gva Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira