Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði 4. október 2007 18:47 Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson, í fylgd yfirlögregluþjóns, er mættur á Bakkafjörð, einnig lögfræðingar og aðrir fulltrúar lánadrottna fiskvinnslunnar Gunnólfs. Nauðungaruppboð stendur yfir á fyrrum stærsta atvinnufyrirtæki þessa fámenna þorps. Þar til í fyrra unnu þarna að staðaldri um þrjátíu manns, drjúgur meirihluti vinnufærra manna í byggðarlaginu. Rekstrinum var hætt fyrir rúmu ári, þegar fyrirtækið réð ekki lengur við skuldirnar, sem dráttarvextirnir höfðu hjálpað til við að hækka upp í 200 milljónir króna. Fjórar fasteignir stóðu að veði sem nú voru seldar hæstbjóðanda. Fiskvinnsluhúsin fóru fyrir lítið. Eitt á sjö millónir króna, annað á þrjár milljónir en það stærsta á 21 milljón. Samtals byggingar upp á 2.200 fermetra með öllum búnaði, allar slegnar Byggðastofnun. Loks er komið að því að bjóða upp æskuheimili framkvæmdastjórans, Kristins Péturssonar, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 22 árum og rak það ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu S. Högnadóttur. Þau eru nú eignalaus. Uppboðið fer fram í eldhúsinu en á sama tíma ræddi Björn Þorláksson við Kristin á Akureyri.Hann kennir aflasamdrætti mest um. Kvótalaus fiskvinnslan gat ekki lifað. Afleiðingar sjást á mannfjöldatölum, íbúum hefur á fáum árum fækkað um 40 prósent, úr 130 manns niður í 80. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson, í fylgd yfirlögregluþjóns, er mættur á Bakkafjörð, einnig lögfræðingar og aðrir fulltrúar lánadrottna fiskvinnslunnar Gunnólfs. Nauðungaruppboð stendur yfir á fyrrum stærsta atvinnufyrirtæki þessa fámenna þorps. Þar til í fyrra unnu þarna að staðaldri um þrjátíu manns, drjúgur meirihluti vinnufærra manna í byggðarlaginu. Rekstrinum var hætt fyrir rúmu ári, þegar fyrirtækið réð ekki lengur við skuldirnar, sem dráttarvextirnir höfðu hjálpað til við að hækka upp í 200 milljónir króna. Fjórar fasteignir stóðu að veði sem nú voru seldar hæstbjóðanda. Fiskvinnsluhúsin fóru fyrir lítið. Eitt á sjö millónir króna, annað á þrjár milljónir en það stærsta á 21 milljón. Samtals byggingar upp á 2.200 fermetra með öllum búnaði, allar slegnar Byggðastofnun. Loks er komið að því að bjóða upp æskuheimili framkvæmdastjórans, Kristins Péturssonar, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 22 árum og rak það ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu S. Högnadóttur. Þau eru nú eignalaus. Uppboðið fer fram í eldhúsinu en á sama tíma ræddi Björn Þorláksson við Kristin á Akureyri.Hann kennir aflasamdrætti mest um. Kvótalaus fiskvinnslan gat ekki lifað. Afleiðingar sjást á mannfjöldatölum, íbúum hefur á fáum árum fækkað um 40 prósent, úr 130 manns niður í 80.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira