Spiluðu fótbolta í snjónum í Bandaríkjunum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 15:00 Frá leik Colorado Rapids og Portland Timbers. Getty/Timothy Nwachukwu MLS-deildin í knattspyrnu fór af stað í Bandaríkjunum um helgina og aðstæður voru mjög skrautlegar á einum leikvangi deildarinnar. Colorado Rapids tók á móti Portland Timbers í Commerce City sem er útborg Denver. Þar er ennþá hávetur, ískalt og mikil snjókoma.Proper football conditions pic.twitter.com/g1uEIloJ6U — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019Þetta er ekki í fyrsta sinn sem MLS-deildin byrjar í snjóleik í Colorado fylki. Forráðamenn MLS-deildarinnar voru ekkert á því að fresta þessum leik um helgina þrátt fyrir átta gráðu frost, mikla vindkælingu og talsverðan snjó á vellinum. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en sjálfsmark heimamanna í Colorado Rapids, sem sjá má hér fyrir neðan, var næstum því búinn að kosta liðið stig.A Colorado own-goal gives Portland a 3-2 lead in the snow Watch live on ESPN+ https://t.co/fbRivxqX4Bpic.twitter.com/kySN0QPGEX — ESPN (@espn) March 3, 2019Leikmenn Colorado Rapids gáfust hins vegar ekki upp og tókst að jafna metin eftir mikla pressu. Rapids var þá manni færri og búið að lenda undir í annað skiptið í leiknum. Þeir áttu aftur á móti lokaorðið og tryggðu sér stig með þessu marki hér fyrir neðan.Down a man, down twice in the game, never gave up. #Rapids96 | #SnowClasico3pic.twitter.com/bQhWnyIEzG — Colorado Rapids (@ColoradoRapids) March 3, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá svipmyndir frá þessum sex marka leik. Þar vekur athygli að starfsmenn vallarins voru búnir að hreinsa völlinn sem byrjaði á grænu grasi. Það fór síðan að snjóa og aðstæður voru orðnar ansi skrautlegar í lokin.How's that for a snow opener?#Rapids96 | #SnowClasico3pic.twitter.com/tal8zBO5mk — Colorado Rapids (@ColoradoRapids) March 3, 2019 Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
MLS-deildin í knattspyrnu fór af stað í Bandaríkjunum um helgina og aðstæður voru mjög skrautlegar á einum leikvangi deildarinnar. Colorado Rapids tók á móti Portland Timbers í Commerce City sem er útborg Denver. Þar er ennþá hávetur, ískalt og mikil snjókoma.Proper football conditions pic.twitter.com/g1uEIloJ6U — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019Þetta er ekki í fyrsta sinn sem MLS-deildin byrjar í snjóleik í Colorado fylki. Forráðamenn MLS-deildarinnar voru ekkert á því að fresta þessum leik um helgina þrátt fyrir átta gráðu frost, mikla vindkælingu og talsverðan snjó á vellinum. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en sjálfsmark heimamanna í Colorado Rapids, sem sjá má hér fyrir neðan, var næstum því búinn að kosta liðið stig.A Colorado own-goal gives Portland a 3-2 lead in the snow Watch live on ESPN+ https://t.co/fbRivxqX4Bpic.twitter.com/kySN0QPGEX — ESPN (@espn) March 3, 2019Leikmenn Colorado Rapids gáfust hins vegar ekki upp og tókst að jafna metin eftir mikla pressu. Rapids var þá manni færri og búið að lenda undir í annað skiptið í leiknum. Þeir áttu aftur á móti lokaorðið og tryggðu sér stig með þessu marki hér fyrir neðan.Down a man, down twice in the game, never gave up. #Rapids96 | #SnowClasico3pic.twitter.com/bQhWnyIEzG — Colorado Rapids (@ColoradoRapids) March 3, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá svipmyndir frá þessum sex marka leik. Þar vekur athygli að starfsmenn vallarins voru búnir að hreinsa völlinn sem byrjaði á grænu grasi. Það fór síðan að snjóa og aðstæður voru orðnar ansi skrautlegar í lokin.How's that for a snow opener?#Rapids96 | #SnowClasico3pic.twitter.com/tal8zBO5mk — Colorado Rapids (@ColoradoRapids) March 3, 2019
Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira