Leikirnir sem Liverpool þarf að vinna til að slá met Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 09:00 Sadio Mane fagnar öðru marka sinna um helgina. Getty/Andrew Powell Sigurganga Liverpool í ensku úrvalsdeildinni virðist engan enda ætla að taka og nú er met Manchester City í sjónmáli. Liverpool liðið er komið með fimm stiga forskot eftir fjórtánda deildarsigurinn í röð um helgina. Liverpool hefur unnið fimm af þeim í fyrstu umferðum þessa tímabils. Liverpool varð með þessu aðeins fjórða félagið í sögu ensku úrvalsdeildinni sem nær að vinna fjórtán leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal vann einnig fjórtán deildarleiki í röð árið 2002 en lið Manchester City á enn tvö efstu sæti listans. Breska ríkisútvarpið tók saman tölfræði í tengslum við úrslit helgarinnar.The Reds keep on rolling, Aguero stretched his scoring run and the kids are all right... These are the best Premier League stats of the weekendhttps://t.co/lXGelH7i00pic.twitter.com/3D6TxaRCK6 — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019 Það ótrúlega við að þessi sigurganga sé í þriðja sæti yfir þær lengstu frá upphafi þá er hún í öðru sæti yfir lengstu sigurgöngurnar á árinu 2019. Manchester City vann nefnilega fimmtán deildarleiki í röð fyrr á þessu ári. Met Manchester City er aftur á móti átján sigurleikir í röð en því náði liðið árið 2017. Átján leikja sigurganga City endaði með markalausu jafntefli á móti Crystal Palace. En hverja þarf Liverpool liðið að vinna til að slá met apalkeppinauta sinna frá Manchester City.Hér eru fimm næstu deildarleikir Liverpool liðsins: 22. september Chelsea (úti) 28. september Sheff Utd (úti) 5. október Leicester (heima) 20. október Man Utd (úti) 27. október Tottenham (heima) Eins og sjá má á þessu bíða Liverpool liðsins svakalegir leikir takist liðinu að vinna næstu þrjá leiki og sitja einum sigurleik í viðbót frá metinu. Þá gæti Liverpool liðið jafnað það með sigri á Manchester United á Old Trafford og slegið það með sigri á Tottenham á Anfield. Áður en að því kemur bíða liðsins útileikir við Chelsea og Sheffied United og heimaleikur við Leicester en sama viðureign var heldur betur örlagavaldur Liverpool liðsins á síðustu leiktíð. Næstu fimm lið eru öll meðal sex efstu liða deildarinnar fyrir utan nýliða Sheffield United. Það þarf því mikið til ætli Liverpool sér metið ekki síst þar sem í þessari viku hefst riðlakeppni Meistaradeildarinnar með auknu álagi á liðið. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Sigurganga Liverpool í ensku úrvalsdeildinni virðist engan enda ætla að taka og nú er met Manchester City í sjónmáli. Liverpool liðið er komið með fimm stiga forskot eftir fjórtánda deildarsigurinn í röð um helgina. Liverpool hefur unnið fimm af þeim í fyrstu umferðum þessa tímabils. Liverpool varð með þessu aðeins fjórða félagið í sögu ensku úrvalsdeildinni sem nær að vinna fjórtán leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal vann einnig fjórtán deildarleiki í röð árið 2002 en lið Manchester City á enn tvö efstu sæti listans. Breska ríkisútvarpið tók saman tölfræði í tengslum við úrslit helgarinnar.The Reds keep on rolling, Aguero stretched his scoring run and the kids are all right... These are the best Premier League stats of the weekendhttps://t.co/lXGelH7i00pic.twitter.com/3D6TxaRCK6 — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019 Það ótrúlega við að þessi sigurganga sé í þriðja sæti yfir þær lengstu frá upphafi þá er hún í öðru sæti yfir lengstu sigurgöngurnar á árinu 2019. Manchester City vann nefnilega fimmtán deildarleiki í röð fyrr á þessu ári. Met Manchester City er aftur á móti átján sigurleikir í röð en því náði liðið árið 2017. Átján leikja sigurganga City endaði með markalausu jafntefli á móti Crystal Palace. En hverja þarf Liverpool liðið að vinna til að slá met apalkeppinauta sinna frá Manchester City.Hér eru fimm næstu deildarleikir Liverpool liðsins: 22. september Chelsea (úti) 28. september Sheff Utd (úti) 5. október Leicester (heima) 20. október Man Utd (úti) 27. október Tottenham (heima) Eins og sjá má á þessu bíða Liverpool liðsins svakalegir leikir takist liðinu að vinna næstu þrjá leiki og sitja einum sigurleik í viðbót frá metinu. Þá gæti Liverpool liðið jafnað það með sigri á Manchester United á Old Trafford og slegið það með sigri á Tottenham á Anfield. Áður en að því kemur bíða liðsins útileikir við Chelsea og Sheffied United og heimaleikur við Leicester en sama viðureign var heldur betur örlagavaldur Liverpool liðsins á síðustu leiktíð. Næstu fimm lið eru öll meðal sex efstu liða deildarinnar fyrir utan nýliða Sheffield United. Það þarf því mikið til ætli Liverpool sér metið ekki síst þar sem í þessari viku hefst riðlakeppni Meistaradeildarinnar með auknu álagi á liðið.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira