Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2019 19:00 Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg. Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira