Mane og Salah skoruðu mörkin en galdrasendingar Firmino stálu senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 17:00 Roberto Firmino fagnar markinu með Mohamed Salah. Getty/ Andrew Powell Liverpool er enn með fullt hús eftir fimm fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé endurkomusigri á Newcastle United um helgina. Liverpool lenti 1-0 undir í upphafi leiks en snéri leiknum við og vann sannfærandi 3-1 sigur. Sadio Mane skoraði fyrstu tvö mörkin en það síðasta skoraði Mohamed Salah. Það var gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool og sjá þá báða á skotskónum og fagna mörkunum saman eftir pirringin á milli þeirra fyrir landsleikjahlé. Sadio Mane og Mohamed Salah hafa nú skorað jafnmörg mörk á þessu tímabili, fjögur hvor, og enn fremur eru þeir báðir með 26 mörk frá upphafi síðasta tímabils.Bobby Firmino’s MOTM display against @NUFC tempted Jürgen Klopp to join in with Anfield’s frequent serenading of #LFC's No.9...https://t.co/07gl6n6SoS — Liverpool FC (@LFC) September 16, 2019 Mane og Salah skoruðu kannski mörkin í leik helgarinnar en það voru galdrasendingar Brasilíumannsins Roberto Firmino sem stálu senunni. Firmino spilaði með brasilíska landsliðinu aðeins 72 klukkutímum fyrir leikinn og þurfti að auki að ferðast yfir Atlantshafið. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað því að byrja með hann á bekknum. Liverpool var reyndar búið að jafna leikinn þegar Roberto Firmino leysti meiddan Divock Origi af hólmi á 37. mínútu. Aðeins nokkrum mínútum síðar stal Roberto Firmino boltanum og stakk honum inn á Sadio Mane sem kom Liverpool yfir. Firmino stal síðan algjörlega senunni í seinni hálfleik þar sem hann fór á kostum í skemmtilegum sendingum á félaga sína.Bobby's flick Mo's finish Just, WOW! pic.twitter.com/dHlVZW5VQi — Liverpool FC (@LFC) September 14, 2019 Hann hafði getað endað daginn með fjórar eða fimm stoðsendingar en liðsfélagar hans fóru ekki nógu vel með færin. Firmino átti hins vegar galdrasendingu á Mohamed Salah í þriðja markinu. Klopp viðurkenndi að það hafi ekki gengið upp að hafa Divock Origi úti vinstra megin og Sadio Mane inn á miðjunni. „Bobby kom inn í sína bestu stöðu. Mo komst meira inn í leikinn, þeir spiluðu veggspil saman og við tókum stjórnina í leiknum eftir að við fórum að finna Bobby í fæturnar. Liðið skoraði stórglæsileg mörk eftir fallegan fótbolta,“ sagði Klopp. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, var heldur ekki í neinum vafa um hvað réði úrslitum í leiknum. „Lykillinn fyrir þá var að fá Firmino inn. Hreyfingar hans og spilamennska breytti öllu. Þessir þrír fremstu eru eins góðir og menn verða. Þú skilur vel af hverju þeir eru Evrópumeistarar og töpuðu aðeins einu sinni á síðustu leiktíð,“ sagði Bruce.MAGICAL, BOBBY pic.twitter.com/gmNN6iS1cN — Liverpool FC (@LFC) September 15, 2019 Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Sjá meira
Liverpool er enn með fullt hús eftir fimm fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé endurkomusigri á Newcastle United um helgina. Liverpool lenti 1-0 undir í upphafi leiks en snéri leiknum við og vann sannfærandi 3-1 sigur. Sadio Mane skoraði fyrstu tvö mörkin en það síðasta skoraði Mohamed Salah. Það var gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool og sjá þá báða á skotskónum og fagna mörkunum saman eftir pirringin á milli þeirra fyrir landsleikjahlé. Sadio Mane og Mohamed Salah hafa nú skorað jafnmörg mörk á þessu tímabili, fjögur hvor, og enn fremur eru þeir báðir með 26 mörk frá upphafi síðasta tímabils.Bobby Firmino’s MOTM display against @NUFC tempted Jürgen Klopp to join in with Anfield’s frequent serenading of #LFC's No.9...https://t.co/07gl6n6SoS — Liverpool FC (@LFC) September 16, 2019 Mane og Salah skoruðu kannski mörkin í leik helgarinnar en það voru galdrasendingar Brasilíumannsins Roberto Firmino sem stálu senunni. Firmino spilaði með brasilíska landsliðinu aðeins 72 klukkutímum fyrir leikinn og þurfti að auki að ferðast yfir Atlantshafið. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað því að byrja með hann á bekknum. Liverpool var reyndar búið að jafna leikinn þegar Roberto Firmino leysti meiddan Divock Origi af hólmi á 37. mínútu. Aðeins nokkrum mínútum síðar stal Roberto Firmino boltanum og stakk honum inn á Sadio Mane sem kom Liverpool yfir. Firmino stal síðan algjörlega senunni í seinni hálfleik þar sem hann fór á kostum í skemmtilegum sendingum á félaga sína.Bobby's flick Mo's finish Just, WOW! pic.twitter.com/dHlVZW5VQi — Liverpool FC (@LFC) September 14, 2019 Hann hafði getað endað daginn með fjórar eða fimm stoðsendingar en liðsfélagar hans fóru ekki nógu vel með færin. Firmino átti hins vegar galdrasendingu á Mohamed Salah í þriðja markinu. Klopp viðurkenndi að það hafi ekki gengið upp að hafa Divock Origi úti vinstra megin og Sadio Mane inn á miðjunni. „Bobby kom inn í sína bestu stöðu. Mo komst meira inn í leikinn, þeir spiluðu veggspil saman og við tókum stjórnina í leiknum eftir að við fórum að finna Bobby í fæturnar. Liðið skoraði stórglæsileg mörk eftir fallegan fótbolta,“ sagði Klopp. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, var heldur ekki í neinum vafa um hvað réði úrslitum í leiknum. „Lykillinn fyrir þá var að fá Firmino inn. Hreyfingar hans og spilamennska breytti öllu. Þessir þrír fremstu eru eins góðir og menn verða. Þú skilur vel af hverju þeir eru Evrópumeistarar og töpuðu aðeins einu sinni á síðustu leiktíð,“ sagði Bruce.MAGICAL, BOBBY pic.twitter.com/gmNN6iS1cN — Liverpool FC (@LFC) September 15, 2019
Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Sjá meira