Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 23:56 Saksóknarar vilja skattagögn Bandaríkjaforseta í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámstjörnu. vísir/getty Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. Alls ná gögnin yfir átta ára tímabil og er um bæði um að ræða persónulegar skattaskýrslur Trump sem og fyrirtækja hans. Krafan um að fá gögnin afhent er sett fram í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámmyndastjörnurnar Stormy Daniels á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Daniels sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Fyrirtækið Mazars USA, sem hefur séð um skattskil Trump, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að það muni uppfylla allar lagalegu skyldur sínar hvað varðar stefnuna og kröfuna um að fá gögnin afhent. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið er Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn í fjörutíu ár sem gerir skattskýrslur sínar ekki opinberar, þrátt fyrir að hann hafi gefið loforð um slíkt í kosningabaráttunni 2016. Hann hefur þannig ekki látið undan þrýstingi Demókrata og eftirlitsstofnana sem hafa kallað eftir auknu gagnsæi. Í desember í fyrra var Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, dæmdur í þriggja ára fangelsi eftir að hann játaði á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslunum til Daniels. Játaði Cohen einnig að hafa gerst sekur um skattsviki og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. Alls ná gögnin yfir átta ára tímabil og er um bæði um að ræða persónulegar skattaskýrslur Trump sem og fyrirtækja hans. Krafan um að fá gögnin afhent er sett fram í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámmyndastjörnurnar Stormy Daniels á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Daniels sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Fyrirtækið Mazars USA, sem hefur séð um skattskil Trump, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að það muni uppfylla allar lagalegu skyldur sínar hvað varðar stefnuna og kröfuna um að fá gögnin afhent. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið er Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn í fjörutíu ár sem gerir skattskýrslur sínar ekki opinberar, þrátt fyrir að hann hafi gefið loforð um slíkt í kosningabaráttunni 2016. Hann hefur þannig ekki látið undan þrýstingi Demókrata og eftirlitsstofnana sem hafa kallað eftir auknu gagnsæi. Í desember í fyrra var Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, dæmdur í þriggja ára fangelsi eftir að hann játaði á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslunum til Daniels. Játaði Cohen einnig að hafa gerst sekur um skattsviki og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58