22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2019 18:15 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. Magnið sem haldlagt hefur verið það sem af er þessa árs nálgast sama magn og allt árið 2017 sem var metár. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir að lögreglan hafi handtekið einstakling sem tæpt kíló af MDMA dufti á sér þann 18. júlí síðastliðinn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað viðkomandi sem kom til landsins frá Brussel í Belgíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða 22 ára gamla íslenska konu. Jón Halldór segir að efnin hafi fundist utan klæða. Þá hafi einnig viðkomandi einnig verið með efni innvortis. Hann segir ekki algengt að MDMA duft náist á flugstöðinni. Efnið sé í svipuðum styrkleikaflokki og kókaín og amfetamín. „Þetta er gjarnan notað í framleiðslu á ecstasy töflum,“ segir Jón Halldór og bætir við að unnið sé að því að komast að því hvert efnin áttu að fara.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Aðsend„Það er það sem þessi rannsókn snýst um, að upplýsa það,“ segir Jón Halldór en konunni var sleppt úr haldi síðastliðinn föstudag. „Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.“ Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurnesjum verið með tvö önnur stór fíkniefnamál til rannsóknar að undanförnu. Þrír ungir karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað rúmlega sextán kílóum af kókaíni til landsins og þá voru tveir karlmenn handteknir fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni til landsins. Það sem af er ári hefur embættið lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum en allt árið í fyrra þegar um fimmtán kíló náðust. Í hitt í fyrra eða árið 2017 var metár í haldlagningu fíkniefna hjá embættinu og segir Jón Halldór að magnið í ár sé sambærilegt því sem náðist allt árið 2017. „Þá tókum við um 46 kíló af sterkum fíkniefnum sem að fóru um flugvöllinn. Nú er farið að slaga hátt í það. Það er allavega veruleg aukning frá árinu í fyrra,“ segir Jón Halldór. Hann bætir við að Tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum vinni hart að því að reyna stöðva innflutning fíkniefna. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. Magnið sem haldlagt hefur verið það sem af er þessa árs nálgast sama magn og allt árið 2017 sem var metár. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir að lögreglan hafi handtekið einstakling sem tæpt kíló af MDMA dufti á sér þann 18. júlí síðastliðinn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað viðkomandi sem kom til landsins frá Brussel í Belgíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða 22 ára gamla íslenska konu. Jón Halldór segir að efnin hafi fundist utan klæða. Þá hafi einnig viðkomandi einnig verið með efni innvortis. Hann segir ekki algengt að MDMA duft náist á flugstöðinni. Efnið sé í svipuðum styrkleikaflokki og kókaín og amfetamín. „Þetta er gjarnan notað í framleiðslu á ecstasy töflum,“ segir Jón Halldór og bætir við að unnið sé að því að komast að því hvert efnin áttu að fara.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Aðsend„Það er það sem þessi rannsókn snýst um, að upplýsa það,“ segir Jón Halldór en konunni var sleppt úr haldi síðastliðinn föstudag. „Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.“ Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurnesjum verið með tvö önnur stór fíkniefnamál til rannsóknar að undanförnu. Þrír ungir karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað rúmlega sextán kílóum af kókaíni til landsins og þá voru tveir karlmenn handteknir fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni til landsins. Það sem af er ári hefur embættið lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum en allt árið í fyrra þegar um fimmtán kíló náðust. Í hitt í fyrra eða árið 2017 var metár í haldlagningu fíkniefna hjá embættinu og segir Jón Halldór að magnið í ár sé sambærilegt því sem náðist allt árið 2017. „Þá tókum við um 46 kíló af sterkum fíkniefnum sem að fóru um flugvöllinn. Nú er farið að slaga hátt í það. Það er allavega veruleg aukning frá árinu í fyrra,“ segir Jón Halldór. Hann bætir við að Tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum vinni hart að því að reyna stöðva innflutning fíkniefna.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda