22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2019 18:15 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. Magnið sem haldlagt hefur verið það sem af er þessa árs nálgast sama magn og allt árið 2017 sem var metár. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir að lögreglan hafi handtekið einstakling sem tæpt kíló af MDMA dufti á sér þann 18. júlí síðastliðinn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað viðkomandi sem kom til landsins frá Brussel í Belgíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða 22 ára gamla íslenska konu. Jón Halldór segir að efnin hafi fundist utan klæða. Þá hafi einnig viðkomandi einnig verið með efni innvortis. Hann segir ekki algengt að MDMA duft náist á flugstöðinni. Efnið sé í svipuðum styrkleikaflokki og kókaín og amfetamín. „Þetta er gjarnan notað í framleiðslu á ecstasy töflum,“ segir Jón Halldór og bætir við að unnið sé að því að komast að því hvert efnin áttu að fara.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Aðsend„Það er það sem þessi rannsókn snýst um, að upplýsa það,“ segir Jón Halldór en konunni var sleppt úr haldi síðastliðinn föstudag. „Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.“ Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurnesjum verið með tvö önnur stór fíkniefnamál til rannsóknar að undanförnu. Þrír ungir karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað rúmlega sextán kílóum af kókaíni til landsins og þá voru tveir karlmenn handteknir fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni til landsins. Það sem af er ári hefur embættið lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum en allt árið í fyrra þegar um fimmtán kíló náðust. Í hitt í fyrra eða árið 2017 var metár í haldlagningu fíkniefna hjá embættinu og segir Jón Halldór að magnið í ár sé sambærilegt því sem náðist allt árið 2017. „Þá tókum við um 46 kíló af sterkum fíkniefnum sem að fóru um flugvöllinn. Nú er farið að slaga hátt í það. Það er allavega veruleg aukning frá árinu í fyrra,“ segir Jón Halldór. Hann bætir við að Tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum vinni hart að því að reyna stöðva innflutning fíkniefna. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. Magnið sem haldlagt hefur verið það sem af er þessa árs nálgast sama magn og allt árið 2017 sem var metár. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir að lögreglan hafi handtekið einstakling sem tæpt kíló af MDMA dufti á sér þann 18. júlí síðastliðinn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað viðkomandi sem kom til landsins frá Brussel í Belgíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða 22 ára gamla íslenska konu. Jón Halldór segir að efnin hafi fundist utan klæða. Þá hafi einnig viðkomandi einnig verið með efni innvortis. Hann segir ekki algengt að MDMA duft náist á flugstöðinni. Efnið sé í svipuðum styrkleikaflokki og kókaín og amfetamín. „Þetta er gjarnan notað í framleiðslu á ecstasy töflum,“ segir Jón Halldór og bætir við að unnið sé að því að komast að því hvert efnin áttu að fara.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Aðsend„Það er það sem þessi rannsókn snýst um, að upplýsa það,“ segir Jón Halldór en konunni var sleppt úr haldi síðastliðinn föstudag. „Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.“ Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurnesjum verið með tvö önnur stór fíkniefnamál til rannsóknar að undanförnu. Þrír ungir karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað rúmlega sextán kílóum af kókaíni til landsins og þá voru tveir karlmenn handteknir fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni til landsins. Það sem af er ári hefur embættið lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum en allt árið í fyrra þegar um fimmtán kíló náðust. Í hitt í fyrra eða árið 2017 var metár í haldlagningu fíkniefna hjá embættinu og segir Jón Halldór að magnið í ár sé sambærilegt því sem náðist allt árið 2017. „Þá tókum við um 46 kíló af sterkum fíkniefnum sem að fóru um flugvöllinn. Nú er farið að slaga hátt í það. Það er allavega veruleg aukning frá árinu í fyrra,“ segir Jón Halldór. Hann bætir við að Tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum vinni hart að því að reyna stöðva innflutning fíkniefna.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira