Amin var vísað úr landi þrátt fyrir hungurverkfall Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 17:17 Amin Ghayszadeh er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Amin Ghayszadeh, hælisleitandi frá Íran, hefur verið vísað úr landi. Þetta staðfesti Magnús D. Norðdahl, lögmaður Amin, í samtali við Fréttablaðið. Sunna Sæmundsdóttir ræddi við Amin í síðustu viku en hann hafði þá verið í hungurverkfalli í tólf daga til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun sinni til Grikklands. Amin Ghayszadeh er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh.Sjá einnig: Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem tekið var við Amin í síðustu viku á meðan hungurverkfallinu stóð. Grikkland Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu. 9. ágúst 2019 19:00 Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8. ágúst 2019 08:30 Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Amin Ghayszadeh, hælisleitandi frá Íran, hefur verið vísað úr landi. Þetta staðfesti Magnús D. Norðdahl, lögmaður Amin, í samtali við Fréttablaðið. Sunna Sæmundsdóttir ræddi við Amin í síðustu viku en hann hafði þá verið í hungurverkfalli í tólf daga til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun sinni til Grikklands. Amin Ghayszadeh er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh.Sjá einnig: Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem tekið var við Amin í síðustu viku á meðan hungurverkfallinu stóð.
Grikkland Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu. 9. ágúst 2019 19:00 Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8. ágúst 2019 08:30 Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu. 9. ágúst 2019 19:00
Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður. 8. ágúst 2019 08:30
Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3. september 2019 19:00