Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 19:00 Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira