Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 19:00 Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira