Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 19:00 Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin. Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin.
Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira