Kostaði City 9,6 milljarða en fékk aðeins að byrja fjórtán leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 09:30 Riyad Mahrez með snjallsímann sinn á lofti í fagnaðarlátum Manchester City. Getty/Matthew Ashton Riyad Mahrez segist vera mjög ánægður hjá Englandsmeisturum Manchester City þrátt fyrir að fá ekki allt of mörg tækifæri hjá Pep Guardiola. Hinn 28 ára gamli Riyad Mahrez skoraði þriðja mark Manchester City á móti Brighton um helgina en það nánast gerði út um leikinn. Með sigrinum varð Manchester City fyrstu Englandsmeistararnir í áratug til að verja titilinn. Liðið fékk 198 stig á síðustu tveimur tímabilum sem er eitt af mörgum metum sem liðið hefur sett undir stjórn Guardiola. Eitt af metunum gætu snúið að Riyad Mahrez sem Manchester City keypti á 60 milljónir punda frá Leicester City síðasta sumar. Það gera 9,6 milljarða í íslenskum krónum. Þrátt fyrir að hafa borgað allan þennan pening fyrir Alsíringinn þá hefur hann aðeins byrjað fjórtán deildarleiki á þessu tímabili. „Ég þarf að sýna styrk því það er hluti af persónuleika mínum,“ sagði Riyad Mahrez við BBC.Riyad Mahrez says he's "very happy" at Manchester City despite limited playing time. "It's not that because I don't play I'm going to go somewhere else." In full https://t.co/pZ1hFvuI6R#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/uS8eE7bFGQ — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Ég er mjög ánægður hér. Ég mun ekki fara héðan af því að ég fæ ekki að spila nógu mikið. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Mahrez. „Ég mun ekki flýja mín lið. Það væri kannski það auðveldasta í stöðunni en ég hef mikla trú á mínum gæðum og það kemur annað tímabil á næsta tímabili,“ sagði Mahrez. Riyad Mahrez var kosinn leikmaður ársins þegar hann hjálpaði Leicester City að vinna enska meistaratitilinn vorið 2016. Hann skoraði 12 mörk á sínu fyrsta tímabili í öllum keppnum en hafði skorað 48 mörk í 179 leikjum með Leicester. Riyad Mahrez ætlar að berjast fyrir sæti í liðinu og hefur sett stefnuna á fleiri byrjunarliðsleiki á næstu leiktíð. „Ég hef aldrei efast um mína getu. Það er ekki auðvelt að koma inn í lið sem vann allt á leiktíðinni á undan. Ég vissi bara að ég ætlaði að nýta færin mín þegar þau myndu bjóðast. Ég skoraði mörk og hjálpaði liðinu. Við spiluðum mjög vel og áttum skilið að vinna ensku deildina,“ sagði Mahrez. „Ég þekki ensku úrvalsdeildina mjög vel og hef þegar gert mikið í þessari deild,“ sagði Mahrez. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Riyad Mahrez segist vera mjög ánægður hjá Englandsmeisturum Manchester City þrátt fyrir að fá ekki allt of mörg tækifæri hjá Pep Guardiola. Hinn 28 ára gamli Riyad Mahrez skoraði þriðja mark Manchester City á móti Brighton um helgina en það nánast gerði út um leikinn. Með sigrinum varð Manchester City fyrstu Englandsmeistararnir í áratug til að verja titilinn. Liðið fékk 198 stig á síðustu tveimur tímabilum sem er eitt af mörgum metum sem liðið hefur sett undir stjórn Guardiola. Eitt af metunum gætu snúið að Riyad Mahrez sem Manchester City keypti á 60 milljónir punda frá Leicester City síðasta sumar. Það gera 9,6 milljarða í íslenskum krónum. Þrátt fyrir að hafa borgað allan þennan pening fyrir Alsíringinn þá hefur hann aðeins byrjað fjórtán deildarleiki á þessu tímabili. „Ég þarf að sýna styrk því það er hluti af persónuleika mínum,“ sagði Riyad Mahrez við BBC.Riyad Mahrez says he's "very happy" at Manchester City despite limited playing time. "It's not that because I don't play I'm going to go somewhere else." In full https://t.co/pZ1hFvuI6R#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/uS8eE7bFGQ — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Ég er mjög ánægður hér. Ég mun ekki fara héðan af því að ég fæ ekki að spila nógu mikið. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Mahrez. „Ég mun ekki flýja mín lið. Það væri kannski það auðveldasta í stöðunni en ég hef mikla trú á mínum gæðum og það kemur annað tímabil á næsta tímabili,“ sagði Mahrez. Riyad Mahrez var kosinn leikmaður ársins þegar hann hjálpaði Leicester City að vinna enska meistaratitilinn vorið 2016. Hann skoraði 12 mörk á sínu fyrsta tímabili í öllum keppnum en hafði skorað 48 mörk í 179 leikjum með Leicester. Riyad Mahrez ætlar að berjast fyrir sæti í liðinu og hefur sett stefnuna á fleiri byrjunarliðsleiki á næstu leiktíð. „Ég hef aldrei efast um mína getu. Það er ekki auðvelt að koma inn í lið sem vann allt á leiktíðinni á undan. Ég vissi bara að ég ætlaði að nýta færin mín þegar þau myndu bjóðast. Ég skoraði mörk og hjálpaði liðinu. Við spiluðum mjög vel og áttum skilið að vinna ensku deildina,“ sagði Mahrez. „Ég þekki ensku úrvalsdeildina mjög vel og hef þegar gert mikið í þessari deild,“ sagði Mahrez.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira